FUT er vettvangur fyrir stöðlun og samræmingu á sviði upplýsingatækni. FUT starfar í umboði stjórnar Staðlaráðs Íslands, samkvæmt starfsreglum þess um fagstaðlaráð.
Staðlaráð Íslands er fulltrúi landsins í evrópsku staðlasamtökunum CEN, CENELEC og ETSI, sem og í alþjóðlegu samtökunum ISO og IEC. Með aðild að Staðlaráði eða FUT getur þú fylgst með og tekið þátt í fjölbreyttu staðlasamstarfi og haft bein áhrif á gerð alþjóðlegra og fjölþjóðlegra staðla.
Staðlar gegna lykilhlutverki í útbreiðslu tækninýjunga og bættra vinnuferla. Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi stuðla almennt að aukinni hagsæld og njóta jafnframt beins ávinnings af þátttöku sinni.
Stjórn FUT 2024-2025 skipa:
Stjórn FUT hefur frumkvæði að stofnun tækninefnda innan sviðsins og gerir tillögur til stjórnar Staðlaráðs um skipan og störf þeirra. FUT rekur fjórar tækninefndir, þar sem yfir 200 sérfræðingar starfa í nefndum og vinnuhópum þeirra.
Ritari FUT og tækninefnda:
Guðmundur Valsson sem veitir upplýsingar um störf ráðsins.
Verkefni FUT
Verkefni í undirbúningi eða hugmyndastigi
Í starfsreglum FUT segir: "Rétt til þátttöku í FUT hafa aðilar að Staðlaráði Íslands. Sækja skal skriflega um þátttöku í fagstaðlaráðinu. Óski aðili eftir þátttöku í fleiri en einu fagstaðlaráði, skulu aðildargjöld hans skiptast jafnt milli fagstaðlaráðanna sem óskað er þátttöku í. Hlutfall aðildargjalda hefur ekki áhrif á atkvæðavægi þátttakenda. Tilkynning um breytingu á þátttöku í fagstaðlaráðinu skal vera skrifleg og berast framkvæmdaráði FUT og Staðlaráði." Upplýsingar um aðild að Staðlaráði og einstökum fagstaðlaráðum er að finna hér.
Formaður: Bergþór Skúlason
TN-GRV vinnur að stöðlun rafrænna viðskiptaskjala, þar á meðal rafrænum reikningum, pöntunum, vörulistum, greiðslutilkynningum og rafrænum verslunarskjölum. Hún styður einnig við þátttöku Íslands í Peppol, evrópsku samstarfi um skilgreiningar og burðarlag fyrir skeytasendingar í þeim tilgangi að koma íslenskum skeytaskilgreiningum inn í Peppol. Nefndin hefur gefið út 10 tækniforskriftir fyrir 14 skeyti og þjónar einnig sem skugganefnd fyrir CEN TC 434 (rafræn viðskipti) og CEN TC 440 (rafræn innkaup).
Sérfræðingar: 49 sérfræðingar frá 42 skipulagsheildum.
Verkefni:
Verkefni í undirbúningi eða hugmyndastigi:
Formaður: Sigurður Másson Advania
Tækninefnd um traustþjónustu samræmir vinnu á sviði traustþjónustu, m.a. í tengslum við eIDAS og eIDAS 2 – EUDI Wallet. Nefndin hefur gefið út 3 tækniforskriftir og einn staðal (ÍST 146), sem fjallar um innihald almennra rafrænna skilríkja. Nefndin sinnir viðhaldi á stöðlunarskjölum tengdum traustþjónustu.
Sérfræðingar: 23 sérfræðingar frá 17 skipulagsheildum.
Verkefni:
Verkefni í undirbúningi eða hugmyndastigi:
Formaður: Ólafur Róbert Rafnsson, Skjöld, Ráðgjöf
Tækninefnd um upplýsingaöryggi og persónuvernd vinnur að íslenskum stöðlunarskjölum og þýðingum lykilstöðlunarskjala á sviðum upplýsingaöryggis, m.a. EN ISO/IEC 27000, 27001, 27002 og 27701. Nefndin fylgist einnig með ISO og CEN tækninefndum og bregst við nýjungum sem frá þeim koma.
Sérfræðingar: 38 sérfræðingar frá 32 skipulagsheildum.
Verkefni:
Verkefni í undirbúningi eða hugmyndastigi:
Formaður: Halldór Vagn Hreinsson, Íslandsbanka
TN-FMÞ vinnur að tækniforskriftum fyrir samræmdar vefþjónustur milli fjármálafyrirtækja og ytri aðila, m.a. í tengslum við IOBWS 2.0 og 3.0. Nefndin hefur gefið út 6 tækniforskriftir og vinnustofusamþykkt, sem lýsa API þjónustuskilum fjármálaþjónustufyrirtækja. Vinnuhópur innan nefndarinnar sinnir þróun og viðhaldi tækniforskriftanna.
Sérfræðingar: 34 sérfræðingar frá 22 skipulagsheildum. 91 sérfræðingur hefur komið að skrifum tækniforskriftanna.
Stöðlunarskjöl sem TN-FMÞ gefur út eru aðgengileg á GitHub svæði nefndarinnar án endurgjalds og er þróun og viðhaldsvinna unnin þar.
Verkefni:
Verkefni í undirbúningi eða á hugmyndastigi:
1. gr.
Fagstaðlaráðið starfar í umboði stjórnar Staðlaráðs Íslands í samræmi við starfsreglur þess um fagstaðlaráð.
Að öðru leyti en þessar reglur kveða á um gilda starfsreglur Staðlaráðs og lög um staðla og Staðlaráð Íslands, nr. 36/2003 með síðari breytingum.
2. gr.
Hlutverk og verksvið fagstaðlaráða
Fagstaðlaráð er vettvangur stöðlunar á tilteknu fagsviði.
Byggingarstaðlaráð (BSTR) er vettvangur stöðlunar á sviði bygginga og mannvirkjagerðar. Til byggingariðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir byggingarlög. Þar má telja undirbúning, hönnun, útboð, verksamninga og framkvæmdir við byggingarmannvirki, viðhald þeirra og rekstur svo og allt sem varðar byggingarefni og þjónustukerfi bygginga. Til mannvirkjagerðar telst meðal annars gerð samgöngu- og orkumannvirkja.
Fagstaðlaráð í fiskimálum (FIF) er vettvangur stöðlunar á sviði sjávarútvegs, fiskveiða, fiskvinnslu og fiskeldis.
Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) er vettvangur stöðlunar á sviði upplýsingatækni.
Rafstaðlaráð (RST) er vettvangur stöðlunar á sviði raftækni.
Hlutverk ráðs eru:
• gerð árlegrar starfs- og fjárhagsáætlunar,
• samræming og frumkvæði í stöðlunarvinnu og öðrum verkefnum á fagsviðinu,
• umsjón stöðlunarvinnu á fagsviðinu,
• þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi á fagsviði sínu,
• umfjöllun um verkefna- og staðlatillögur á fagsviði sínu sem berast frá staðlasamtökum sem Staðlaráð á aðild að.
3. gr.
Fjármál
Tekjur ráðsins eru aðildargjöld þess og fjármagnstekjur, auk annarra tekna og styrkja vegna verkefna. Jafnframt fær það hlutdeild í tekjum af sölu staðla samkvæmt samningi milli Staðlaráðs og fagstaðlaráðanna. Þessar tekjur skal ekki nýta í annað en verkefni á vegum ráðsins.
Fjárhagur ráðsins er aðskilinn fjárhag Staðlaráðs og er því óheimilt að skuldbinda Staðlaráð eða stjórn þess fjárhagslega.
Sjóðir ráðsins verða á sérgreindum reikningi í vörslu Staðlaráðs sem sér um alla greiðslu og innheimtu reikninga fyrir hönd ráðsins svo og bókhald þess. Reikningar skulu samþykktir af formanni stjórnar eða ritara fagstaðlaráðsins og staða verkefna skal ætíð vera aðgengileg og rekstur þeirra gagnsær.
Stjórn ráðsins ráðstafar þeim ómörkuðu fjármunum, sem því kunna að leggjast til, í samræmi við rekstrar- og verkáætlanir ráðsins, eins og þær eru hverju sinni.
Stjórn ráðsins er ábyrg gagnvart fjárveitingaraðila varðandi ráðstöfun markaðra fjármuna, sem veittir kunna að verða til þess.
Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga ráðsins skulu kjörnir til tveggja ára úr röðum fulltrúaráðsins á aðalfundi.
4. gr.
Aðild að fagstaðlaráði
Rétt til þátttöku í fagstaðlaráðinu hafa aðilar að Staðlaráði Íslands. Sækja skal skriflega um aðild að ráðinu.
Óski aðili eftir þátttöku í fleiri en einu fagstaðlaráði, skulu aðildargjöld hans skiptast jafnt á milli ráðanna. Hlutfall aðildargjalda hefur ekki áhrif á atkvæðavægi þátttakenda.
Tilkynning um breytingu á þátttöku í fagstaðlaráðinu skal vera skrifleg og berast stjórn þess og Staðlaráði fyrir aðalfund ráðsins.
Úrsögn úr ráðinu skal vera skrifleg og miðast við áramót.
5. gr.
Fulltrúaráð
Þeir sem hafa fengið aðild að fagstaðlaráðinu skulu skipa einn fulltrúa hver til setu í því og einn til vara.
Fulltrúar að ráðinu skulu ábyrgir fyrir því að umbjóðendum þeirra sé ávallt kunnugt um ákvarðanir ráðsins og skulu, eftir því sem við á, leita eftir afstöðu þeirra til mála sem þar eru á dagskrá hverju sinni.
Starfsemi ráðsins fer fram á fundum þess sbr. 6. gr., á vegum stjórnar sbr. 8. gr., innan nefnda sem ráðið skipar og meðal fulltrúa sem starfa á þess vegum í alþjóðlegum nefndum.
6. gr.
Fundir og starfshættir fulltrúaráðs
Halda skal fulltrúaráðsfundi í fagstaðlaráði svo oft sem ástæða þykir, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Jafnframt ber að boða til fundar innan tveggja vikna ef 1/5 hluti fulltrúa óskar þess skriflega.
Fulltrúar í ráðinu eiga einir rétt til fundarsetu, en heimilt er að veita öðrum áheyrnarsæti að fengnu samþykki stjórnar.
Á fundum ráðsins er mótuð stefna þess í einstökum verkefnum og á einstökum verkefnasviðum. Jafnframt tekur fagstaðlaráðið afstöðu til tillagna um upphaf eða lok verkefna, staðfestir rekstrar- og verkáætlanir, fylgist með framvindu verkefna og setur stjórn þau fyrirmæli, sem þurfa þykir. Enn fremur verða á fundum ráðsins tekin til umfjöllunar þau önnur málefni, sem stjórn kýs að leggja fyrir, eða einstakir fulltrúar bera upp með hæfilegum fyrirvara.
Formaður kallar fulltrúaráð saman til funda og skipar fundarstjóra.
Fundarboð skulu send út með sannanlegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fundardag. Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundar. Með fundarboði skulu, hverju sinni, fylgja þau gögn, sem fyrir fundinn verða lögð, vegna þeirra mála, sem eru á dagskrá. Heimilt er þó að leggja fram á fundi gögn til kynningar máli, sem ekki er á dagskrá, eða gögn varðandi mál, sem ekki kemur til afgreiðslu á fundinum.
Fundur telst ályktunarfær, hafi verið rétt til hans boðað.
Fundargerð skal send fulltrúum í ráðinu innan tveggja vikna frá fundardegi. Komi engar athugasemdir fram innan tveggja vikna frá útsendingu fundargerðar, skoðast hún samþykkt.
Stjórn og tækninefndir boða til kynninga, námskeiða og ráðstefna á vegum ráðsins, eftir því, sem tilefni gefst til, í samráði við skrifstofu Staðlaráðs.
7. gr.
Stjórn fagstaðlaráðsins
Fulltrúar að fagstaðlaráðinu kjósa á aðalfundi þess formann og 4 aðra fulltrúa og eftir atvikum tvo varamenn úr röðum fulltrúa að fagstaðlaráðinu. Kosið er til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum og fer með málefni fagstaðlaráðsins milli funda þess. Hún fundar svo oft sem þurfa þykir. Formaður boðar fundi stjórnar. Í forföllum aðalmanns skal draga um hvor varamaðurinn tekur sæti aðalmanns og fer með atkvæði á þeim fundi.
8. gr.
Fundir og starfshættir stjórnar
Ritari fagstaðlaráðsins situr stjórnarfundi, hefur málfrelsi og tillögurétt, er fulltrúum stjórnar til aðstoðar og sinnir þeim verkefnum, sem honum eru falin sbr. reglur um þátttöku í staðlastarfi.
Stjórn felur formanni og ritara umboð til þess að fara með málefni þess á milli funda
Fundarboð stjórnar skulu hafa borist eigi síðar en 2 dögum fyrir boðaðan fundardag. Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundarins og öll nauðsynleg gögn til að afgreiða mál á dagskránni, auk tillagna um afgreiðslu mála ef við verður komið. Heimilt er að leggja fram á fundi gögn til kynningar á máli, sem ekki er á dagskrá, eða gögn varðandi mál sem ekki koma til afgreiðslu á fundinum.
Komi fram ósk um að sérstakt málefni verði tekið fyrir á fundi er beiðni þess efnis send til formanns. Með erindinu skulu fylgja öll gögn sem varða afgreiðslu málsins.
Fundur er ályktunarbær ef meirihluti stjórnar er mættur. Einfaldan meirihluta fundarmanna þarf til ákvarðanatöku.
9. gr.
Aðalfundur
Aðalfundur fagstaðlaráðsins skal haldinn á fyrri hluta árs, í tæka tíð fyrir aðalfund Staðlaráðs. Hver fulltrúi í ráðinu hefur eitt atkvæði á aðalfundi. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:
a) Tilnefningar í fulltrúaráð
b) Skýrsla formanns fyrir liðið starfsár
c) Skýrslur starfshópa
d) Staða verkefna
e) Reikningar ráðsins
f) Starfs- og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs, þ.m.t. ráðstöfun aðildargjalda og annarra fjármuna sem ráðinu kunna að leggjast til
g) Breytingar á starfsreglum
h) Kosning stjórnar
i) Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga
j) Önnur mál
Starfsár ráðsins er almanaksárið.
10. gr.
Rekstur
Rekstur ráðsins er hluti af faglegum og fjárhagslegum rekstri Staðlaráðs. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs ræður, í samráði við formann fagstaðlaráðsins ritara til að sinna faglegum verkefnum fyrir ráðið og ber hann ábyrgð á störfum sínum gagnvart stjórn ráðsins.
Stjórn ber ábyrgð á daglegum rekstri ráðsins og framkvæmd þeirra verkefna, sem undir það falla.
Ritari ráðsins annast daglegan rekstur þess í umboði stjórnar.
11. gr.
Skipan tækninefnda
Stjórn ráðsins skipar tækninefndir skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi og setur þeim umboð. Stjórn Staðlaráðs staðfestir skipan tækninefnda og umboð þeirra sbr. ákvæði í Starfsreglum Staðlaráðs. Tækninefnd og vinnuhópum ber að fylgja þeim fjárhagsramma sem þeim er settur og er óheimilt skuldbinda fagstaðlaráð, Staðlaráð eða stjórn þess fjárhagslega nema skv. umboði.
Tækninefndir geta skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi skipað vinnuhópa til að vinna einstök og afmörkuð verkefni sem tilheyra stöðlunarvinnu.
12. gr.
Túlkun staðla
Komi fram ósk um formlega túlkun einstaks ákvæðis gildandi íslensks staðals, skal ætíð leitað til formanns þeirrar nefndar, sem um málið fjallaði, og hann inntur eftir afstöðu hennar til ákvæðisins. Að henni fenginni gefur stjórn umsögn. Jafnframt ákveður stjórn, hvort ástæða sé til þess að meðhöndla túlkunina sem stöðlunarverkefni.
Ef ágreiningur er um túlkun ráðsins varðandi staðla skal vísa honum til stjórnar Staðlaráðs til úrlausnar.
13. gr.
Atkvæðagreiðsla
Við afgreiðslu mála á fundum fagstaðlaráðsins og stjórnar skal leitað eftir samstöðu og kappkostað að afgreiða mál samhljóða.
Komi til atkvæðagreiðslu um almenn málefni ræður einfaldur meirihluti atkvæða.
14. gr.
Ágreiningur
Komi til ágreinings um túlkun þessara reglna skal málinu vísað til stjórnar Staðlaráðs til úrskurðar.
15. gr.
Gildistaka
Reglur þessar öðlast gildi að fenginni staðfestingu aðalfundar Staðlaráðs Íslands. Þeim verður aðeins breytt hafi breyting verið samþykkt á aðalfundi fagstaðlaráðsins og staðfest á aðalfundi Staðlaráðs. Sama gildir um ákvörðun um slit ráðsins og ráðstöfun fjármuna komi til slita á því.
Þannig samþykkt á aðalfundi Staðlaráðs Íslands 28. maí 2020.
ÍST TS 238 2020 Greining og áætlanagerð á Íslandi
ÍST EN 16931-1:2017+A1:2019 Rafræn reikningagerð - Hluti 1: Gagnalíkan fyrir merkingabær gögn grunnatriða í rafrænum reikningi
ÍST CEN/TS 16931-2 Rafræn reikningagerð - Hluti 2: Skrá yfir málskipan sem samræmist EN 16931-1
TN-IoT - Vinnustofa um hlutanet og staðla
ÍST WA 302:2021 Leiðbeiningar um öruggari notkun tækja á hlutanetinu
IOBWS 3.0 – Vefþjónustur banka og sparisjóða útgáfa 3.0
ÍST TS 310:2023 Innlendar greiðslur og innlán
ÍST TS 311:2022 Yfirlit debit og kreditkorta
ÍST TS 312:2022 Gengi gjaldmiðla
ÍST TS 313:2023 Erlendar greiðslur
ÍST TS 314:2022 Tækniforskrift - Rafræn skjöl
ÍST TS 315:2022 Tækniforskrift - Kröfur
ÍST WA 316:2022 IOBWS 3.0 Technical Guidelines
Sjö tækniforskriftir um vefþjónustur banka og sparisjóða, ásamt fylgiskjölum:
TS 160 Gengi
TS 161 Greiðslur
TS 162 Innheimtukröfur
TS 163 Milliinnheimta
TS 164 Yfirlit bankareikninga
TS 165 Rafræn skjöl
TS 166 Tæknilegar upplýsingar og viluboð
Nánari upplýsingar um vefþjónustur Landsbanka, Arionbanka og Íslandsbanka er að finna á heimasíðum þeirra.
Allir sem gefa út persónukort hvers konar og vilja ekki að númer þeirra rekist á við önnur kortanúmer þurfa að fá útgefendanúmer samkvæmt íslenska staðlinum ÍST EN ISO/IEC 7812-1. Fagráð í upplýsingatækni sér um skráninguna og heldur utan um kerfið fyrir hönd Staðlaráðs Íslands. Skráning útgefandanúmers kostar 50.000 krónur auk vsk.
Númerakerfið og skráningarreglur eru í samræmi við áðurnefndan staðal, ÍST EN ISO/IEC 7812-1. Fyrstu átta stafir innanlandskortanúmers auðkenna útgefanda. Fyrsti stafur númersins er 9, næst kemur 352 fyrir Ísland, þá flokkunartala sem segir til um atvinnugrein og loks þriggja stafa tala sem fagráðið úthlutar útgefanda kortsins. Á eftir útgefandanúmerinu kemur allt að 10 stafa númer sem útgefandi úthlutar korthafa. Kortanúmerið endar loks alltaf á vartölu sem er reiknuð samkvæmt fyrrgreindum staðli.
Til að sækja um kortanúmer er handhægast er að fylla út "Umsókn um íslenskt útgefendanúmer fyrir persónukort" og senda til Staðlaráðs Íslands á stadlar@stadlar.is eða til ritara Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni, Guðmundar Valssonar á gudval@stadlar.is