Um okkur

Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt lögum um staðla. Hlutverk Staðlaráðs er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á staðlastarfi og eiga hagsmuna að gæta af gerð og notkun staðla hérlendis.

Staðlaráð hefur að leiðarljósi að auka vöxt og nýsköpun íslensks atvinnulífs og bæta starfsskilyrði þess, ásamt því að bæta vernd og öryggi neytenda.

Staðlaráð veitir ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu um hvaðeina er lýtur að stöðlum og stöðlun. Jafnframt sér Staðlaráð um sölu staðla frá fjölmörgum staðlastofnunum.

Á vegum Staðlaráðs starfa fjögur fagstaðlaráð:

Auk þess starfa á vegum Staðlaráðs fagstjórnir í gæðamálum og í véltækni.

Eitt viðamesta verkefni Staðlaráðs tengist aðild ráðsins að evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC vegna aðildar Íslands að EFTA. Aðildinni fylgir sú skuldbinding að gera alla staðla sem frá samtökunum koma að íslenskum stöðlum. Tíu sinnum á ári gefur Staðlaráð út Staðlatíðindi þar sem auglýst eru frumvörp að íslenskum stöðlum og hagsmunaaðilum þannig gefinn kostur á að gera við þau athugasemdir. Í Staðlatíðindum er einnig auglýst gildistaka og niðurfelling staðla.

Staðlaráð Íslands gefur einng út séríslenska staðla og hefur umsjón með gerð þeirra. Séríslenskir staðlar eru samdir þegar hagsmunaaðilar telja þörf á því vegna sérstakra aðstæðna hér á landi eða vegna þess að ekki eru til evrópskir eða alþjóðlegir staðlar um tiltekið efni. Þá eru staðlar stundum þýddir yfir á íslensku og hefur Staðlaráð umsjón með þeirri vinnu og sér um útgáfuna í samræmi við reglur um þátttöku í staðlastarfi.

 

Meginverkefni Staðlaráðs er að hafa umsjón með staðlagerð á Íslandi, að aðhæfa og staðfesta þá staðla sem skylt er vegna aðildar Staðlaráðs að erlendum staðlasamtökum, greiða fyrir því að íslenskum stöðlum verði beitt í opinberri stjórnsýslu og hjá einkaaðilum og starfrækja miðstöð stöðlunarstarfs á Íslandi, sem þjónustar stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og samtök sem vilja nýta sér staðla.

Staðlaráð tekur ekki efnislega afstöðu til staðla og ákveður ekki hvað skuli staðlað. Ákvarðanir um það eru teknar af þeim sem eiga hagsmuna að gæta og þeir greiða fyrir stöðlunarverkefni.

Verkefnaskrá Staðlaráðs er aðgengileg hér

Hvað felst í aðild

Fyrirtæki, stofnun eða félag sem gerist aðili að Staðlaráði Íslands;

  • leggur sitt af mörkum til að efla staðlastarf á Íslandi, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskan almenning
  • nýtur afsláttarkjara við kaup á íslenskum stöðlum
  • fær ókeypis frumvörp að flestum íslenskum stöðlum á umsagnartíma
  • hefur tækifæri til að taka þátt í gerð íslenskra staðla,
  • getur fylgst með og/eða tekið þátt í evrópskri og alþjóðlegri staðlagerð
  • hefur ávallt aðgang að nýjustu upplýsingum um gildandi og væntanlega staðla, íslenska sem alþjóðlega
  • getur haft áhrif á staðlastarf á þeim fagsviðum sem skipta það mestu máli
  • getur tekið þátt í að móta stefnu í staðlamálum, með því að koma hagsmunamálum sínum á framfæri innan Staðlaráðs eða fagstaðlaráða þess
  • hefur atkvæðisrétt á aðalfundi Staðlaráðs og þar með áhrif á stærstu ákvarðanir ráðsins.

Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi eiga auðveldara með að laga vörur sínar að kröfum markaða og nýrri tækni.

Stöðlunarstarf eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á heimamarkaði jafnt sem alþjóðlegum mörkuðum. 

Aðildargjöld 

Fyrirtæki, stofnun eða félag sem gerist aðili að Staðlaráði Íslands

  • velur hvort það vill láta aðildargjald sem það greiðir renna til almennrar starfsemi Staðlaráðs eða til eins eða fleiri fagstaðlaráða Staðlaráðs,
  • samþykkir að starfa samkvæmt starfsreglum Staðlaráðs og viðkomandi fagstaðlaráðs eða -ráða, eins og við á,
  • greiðir árlegt aðildargjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar Staðlaráðs. Núverandi aðildargjöld eru samkvæmt töflunni hér að neðan.
 
 
Flokkur
1

Flokkur

2

Flokkur
3

Flokkur
4

Ráðuneyti
 
 
 
257.000
 
Ríki og sveitarfélög
Starfsm. færri en 20

121.000

 
 
 
Starfsm. 21-50
 
188.000
 
 
Starfsm. fleiri en 50
 
 
257.000
 
Fyrirtæki, hálfopinberar stofnanir
Velta <100 m.kr.

121.000

 
 
 
Velta 100-500 m.kr.
 
188.000
 
 
Velta 500-1000 m.kr.
 
 
257.000
 
Velta >1 M.kr.
 
 
 
341.000
Samtök í atvinnulífi
Velta < 100 m.kr.

121.000

 
 
 
Velta 100-500 m.kr.
 
188.000
 
 
Velta 500-1000 m kr.
 
 
257.000  
Velta > 1 M.kr.
 
 
 
341.000
Félög einstaklinga
Félagsmenn færri en 500

121.000

 
 
 
Félagsmenn fleiri en 500
 
188.000
 
 

 

Aðilar að Staðlaráði

Aðild að Staðlaráði geta þeir átt sem áhuga hafa á og telja sig eiga hagsmuna að gæta af starfi þess.

Núverandi aðilar eru þessir:

  • Advania
  • Alcoa Fjarðarál
  • Arion banki hf.
  • Auðkenni ehf.
  • Ábyrgar fiskveiðar ses
  • Byggingafræðingafélag Íslands
  • Carbfix hf.
  • Deloitte ehf.
  • Efla hf.
  • Elkem Ísland ehf.
  • Faggildingarsvið Hugverkastofu
  • Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð
  • Fjarskiptastofa
  • Fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Forsætisráðuneyti
  • Framkvæmdasýsla ríkisins
  • Geislavarnir ríkisins
  • Greiðsluveitan ehf.
  • GS1 Ísland ehf.
  • Hagar
  • Hagstofa Íslands
  • Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Háskóli Íslands/Reiknistofnun Háskólans
  • HS Orka
  • HS Veitur
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • ICEPRO
  • Iðan-fræðslusetur ehf.
  • Innviðaráðuneyið
  • Íslandsbanki
  • Íslenska kalkþörungafélagið ehf.
  • Kolefnisbrúin ehf.
  • Kópavogsbær
  • Kúla 3D ehf. (Orb ehf.)
  • Landsbankinn
  • Landsnet
  • Landspítali
  • Landsvirkjun
  • Límtré Vírnet
  • Ljósleiðarinn ehf.
  • Loftlagsskrá Íslands ehf. 
  • Lota ehf.
  • M7 ehf.
  • Mannvit hf.
  • Marel Iceland hf.
  • Markus Lifenet ehf.
  • Menningar- og viðskiptaráðuneytið
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Míla ehf.
  • Netorka hf.
  • Neytendasamtökin
  • Norðurorka
  • Origo
  • Orka náttúrunnar ehf.
  • Orkufjarskipti hf.
  • Orkusalan ehf.
  • Orkuveita Reykjavíkur
  • Orkuvirki ehf.
  • Rafiðnaðarsamband Íslands
  • RAFMENNT ehf.
  • Rarik ohf.
  • Ráður 2 ehf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reykjavíkurborg - Umhverfis- og skipulagssvið
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Samgöngustofa
  • Samtök atvinnulífsins
  • Samtök fjármálafyrirtækja
  • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Samtök iðnaðarins
  • Samtök rafverktaka (SART)
  • Seðlabanki Íslands
  • Síminn hf.
  • Skipulagsstofnun
  • Land og skógur
  • SoGreen ehf.
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Strendingur
  • Sæplast Iceland ehf.
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Utanríkisráðuneyti
  • Vegagerðin
  • Veitur ohf.
  • Verkfræðingafélag Íslands
  • Verkhönnun
  • Verkís
  • Vinnueftirlit ríkisins
  • Þjóðskrá Íslands
  • Þorbjörn hf.
  • Össur Iceland ehf.

Stjórn Staðlaráðs Íslands er skipuð fimm fulltrúum aðila sem kosnir eru úr hópi þeirra á aðalfundi annað hvert ár, en auk þess eiga formenn fagstaðlaráðanna sæti í stjórn. Sækja um aðild hér 

 

Staðlaráð Íslands innleiddi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ÍST EN ISO 9001:2015 árið 2019 og hlaut vottun það ár. Kerfið hlaut athugasemdalausa endurvottun á haustmánuðum 2022 og athugasemda viðhaldsúttekt 2023.  Með því viljum við tryggja gæði þeirrar þjónustu sem við veitum og tryggja stöðuga framþróun hennar með virkri þátttöku og samvinnu stjórnar og starfsmanna auk þátttöku hagsmunaaðila. 

Vottunarskírteinið má sjá hér

Gæðastefna Staðlaráðs Íslands

Að tryggja að gæði þjónustu séu í samræmi við lögbundið hlutverk Staðlaráðs, væntingar samstarfsaðila og viðskiptavina.

Staðlaráð stuðlar að hagsæld í samfélaginu

  • með því að hvetja til staðlanotkunar
  • með því að deila nýrri þekkingu
  • með því að leysa flókin úrlausnarefni með hagsmunaaðilum
  • með framfylgd laga nr. 36/2003 og að uppfylla þjónustusamning við ANR

Staðlaráð er öflugur samstarfsaðili atvinnulífs, stjórnvalda og skólakerfisins

  • með virkri þátttöku í mótun framtíðarinnar
  • með því að vera sýnilegur samráðsvettvangur
  • með öflugri verkefnastjórn og tryggum verkferlum
  • með því að veita þjónustu sem uppfyllir kröfur hagsmunaaðila

Staðlaráð og fagsvið þess eru virkir þátttakendur í fjölþjóðlegu staðlastarfi hjá ISO, IEC, CEN og CENELEC

  • með því að uppfylla kröfur sem fylgja aðild slíkra samtaka sbr. rg. 1025/2012 og kröfur ISO og IEC
  • með stuðningi og eftirfylgni við þátttöku

Staðlaráð er rekið af fagmennsku með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi

  • með innleiðingu og vottun skv. ISO 9001
  • með stöðugum umbótum og rýni
  • með traustri fjármálastjórn

Staðlaráð veitir viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu

  • með góðu aðgengi að upplýsingum, stöðlum og ráðgjöf
  • með stöðugum umbótum og rýni á gæði þjónustu

Starfsfólk Staðlaráðs er traustur kjarni fólks

  • með góða og viðeigandi menntun
  • með ríka þjónustulund og áræðni að leiðarljósi og tekst á við áskoranir með hagsmunaaðilum

 

 

Stjórn Staðlaráðs Íslands 2023-2024

  • Sigurður Másson, Neytendasamtökunum, formaður
  • Aldís Ingimarsdóttir, Verkfræðingafélaginu
  • Gyða Björg Sigurðardóttir, Ráður
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Samtök atvinnulífsins
  • Egill Viðarson, formaður Byggingastaðlaráðs
  • Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs
  • Guðmundur Sigbergsson, formaður Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum
  • Kristján Þórarinsson, formaður Fagstaðlaráðs í fiskimálum
  • Þór Jes Þórisson, formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni

Varamenn:

  • Ágúst Valgeirsson, Advania
  • Steindór Dan Jensen, Menningar og viðskiptaráðuneytinu

Starfsmenn:

Anna Þóra Bragadóttir
verkefnisstjóri fjármála og sölu
S: 520 7159
Arngrímur Blöndahl
verkefnastjóribyggingarstaðlar og gæðastjórnun, gæðastjóri Staðlaráðs, BSTR Fulltrúi Staðlaráðs í CEN BT.
S: 520 7158
Arnhildur Arnaldsdóttir
verkefnastjóri
S: 520 7160
Guðmundur Valsson
verkefnastjóri - raftækni, RSTupplýsingatækni, FUTVéltækni Fulltrúi Staðlaráðs í CENELEC BT.
S: 520 7156
Haukur Logi Jóhannsson
verkefnastjóri loftslagsverkefna
S: 520 7150
Helga Sigrún Harðardóttir
framkvæmdastjóri
S: 520 7157
Kristbjörg Richter
sölufulltrúi
S: 520 7150

Viðamikið stöðlunarstarf er unnið víða um heim; á alþjóðavettvangi, í einstökum heimshlutum og í einstökum löndum.
 
Á alþjóðavettvangi fer samning staðla einkum fram á vegum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO, Alþjóða raftækniráðsins IEC og Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU.

Evrópskri stöðlunarvinnu er stýrt af staðlasamtökunum CEN sem fer með stöðlun á almennum sviðum, CENELEC, sem sér um raftæknistöðlun, og ETSI sem sér um stöðlun á sviði fjarskiptatækni.

Staðlaráð Íslands fer samkvæmt lögum með umsjón staðlamála hér á landi og á aðild að CEN, CENELEC og ISO og aukaaðild að IEC og ETSI, auk þess að taka þátt í norrænu stöðlunarsamstarfi, INSTA (Internordisk standardisering) og NOREK (Nordiske elektriske komiteer).

Staðlar frá CEN, CENELEC og ETSI fá auðkenninguna EN. Aðilar að samtökunum eru skuldbundnir til að gera alla EN-staðla að landsstöðlum og fella úr gildi landsstaðla sem fjalla um sama efni. Þegar staðlar frá CEN, CENELEC og ETSI  eru staðfestir sem íslenskir staðlar bætist auðkenningin ÍST fyrir framan. Þrjátíu og þrjú Evrópulönd eiga nú aðild að evrópsku staðlasamtökunum og því gilda EN-staðlarnir á stóru og fjölmennu svæði.

Íslenskir sérfræðingar og hagaðilar hafa aðgang að starfi tækninefnda í gegnum Staðlaráð Íslands og hafa þannig tækifæri til að tryggja að íslenskir hagsmunir séu ekki fyrir borð bornir við staðlagerð og hafa áhrif á gerð viðmiða og krafna. Þátttaka íslenskra sérfræðinga er gríðarlega mikilvæg, ekki síst á nýjum sviðum í hraðri þróun því staðlar leggja línurnar fyrir atvinnugreinar og möguleikar til að hafa áhrif á viðmið nýrra greina hefur ómetanleg áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja. 

ISO hefur gefið út upplýsingar fyrir sérfræðinga vegna þátttöku þeirra í staðlastarfi. 

Persónuverndarstefna Staðlaráðs Íslands

Öll meðferð Staðlaráðs á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga* og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.

Persónuupplýsingar eru hvers kyns persónugreinanlegar upplýsingar. Það er, upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til tiltekins einstaklings.

Staðlaráð Íslands safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita umbeðna þjónustu hverju sinni, svo sem vegna kaupa í vefverslun, Staðlabúðinni, og skráningar á námskeið eða viðburði. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er ekki víst að sé hægt að veita umbeðna þjónustu. Persónuupplýsingar eru ekki geymdar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við lög, reglur eða ákvæði samninga milli aðila.

Hjá Staðlaráði Íslands er unnið með eftirfarandi persónuupplýsingar:

Nöfn, netföng, símanúmer og starfsheiti og eftir atvikum kennitölur tengiliða aðildarfyrirtækja, viðskiptavina og annarra sem koma beint að staðlastarfi, svo sem í gegnum tækninefndir og vinnuhópa.

Viðskipti með staðla og staðlaskjöl, verkbeiðnir og samskiptasögu í tækninefndum, vinnuhópum og annars konar staðlastarfi.

Tölvupóstsamskipti með fyrirspurnum og upplýsingagjöf um staðlastarf.

Reikningsupplýsingar vegna viðskipta með staðla.

Upplýsingar eða gögn sem viðkoma hvers kyns verkefnum.

Samkvæmt lögum eiga einstaklingar rétt á að vita hvaða persónulegu upplýsingar Staðlaráð Íslands varðveitir um þá. Þeir geta einnig, eftir atvikum, átt rétt á að upplýsingarnar séu leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.

Staðlaráð Íslands meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög og skuldbindur sig til að varðveita upplýsingarnar á öruggan og tryggan hátt. Persónuupplýsingar kunna að vera aðgengilegar aðilum sem sinna bókhalds- og tækniþjónustu fyrir Staðlaráð. Upplýsingar af því tagi sem að ofan greinir eru ekki afhentar þriðja aðila nema með persónulegu samþykki þess sem þær varða eða í kjölfar dómsúrskurðar eða vegna lagalegra krafna þar um s.s. til stjórnvalda.

 

Notkun Staðlaráðs á vefkökum frá þriðja aðila sem háðar eru samþykki

Staðlaráð notar vefkökur frá þriðju aðilum, s.s. Google og Facebook á vefsvæði sínu. Þessir ailar hafa möguleika á að koma fyrir vefkökum í vöfrum notenda heimasíðu Staðlaráðs og með þeim hætti aflað upplýsinga um heimsóknir á vefsvæðið. Þessar vefkökur eru ekki nauðsynleg forsenda fyrir notkun svæðisins en gegna hlutverki fyrir Staðlaráð. Þannig notum við hjá Staðlaráði þjónustu þessarra þriðju aðila, m.a. til að greina notkun svæðisins, hvað varðar fjölda notenda, hegðun notenda á vefnum og til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar ákveðnum hópum.

Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar frá þriðju aðilum um virkni sem er tengd vefkökum. Staðlaráð Íslands ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Notendum er alltaf mögulegt og heimilt að stilla netvafra sína þannig að slökkt sé á notkun á vefkökum, svo þær vistist ekki eða netvafrinn óski eftir heimild notenda fyrst. Getur slík þó dregið úr aðgangi að ákveðnum síðum á vefsvæðinu og þjónustum þeim tengdum.

 

 Nauðsynlegar vefkökur

NAFN

VEITA

MARKMIÐ

FELLUR ÚR GILDI

ASPXANONYMOUS

www.stadlar.is

Gerir vefsíðum kleift að greina á milli notenda án þess að þeir hafi innskráð sig eða gefið til kynna hverjir þeir eru á nokkurn hátt

69 dagar

ASP.NET_Sessionld

www.stadlar.is

viðheldur lotu notanda yfir síðubeiðnir (e. page requests)

session

 

Tölfræðikökur

NAFN

VEITA

MARKMIÐ

FELLUR ÚR GILDI

_utma

Google Analytics

Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðuna sem og dagsetningu fyrstu og síðustu heimsóknar. Notað af Google Analytics.

2 ár

_utmb

Google Analytics

Skráir tímasetningu fyrstu heimsóknar notanda á vefsíðuna. Notað af Google Analytics til að reikna út lengd heimsóknar á vefsíðu.

session

_utmc

Google Analytics

Skráir tímasetningu brottfarar notanda af vefsíðunni. Notað af Google Analytics til að reikna út lengd heimsóknar á vefsíðu.

session

_utmt

Google Analytics

Notað til að draga úr hraða beiðna sem sendar eru á þjóninn

session

_utmz

Google Analytics

Safnar gögnum um það hvaðan notandi kom, hvaða leitarvél var notuð, hvaða hlekki var smellt á og hvaða leitarorð notuð. Notað af Google Analytics.

6 mánuðir

 

Markaðssetningarkökur

NAFN

VEITA

MARKMIÐ

FELLUR ÚR GILDI

fr

.facebook.com

Notað af Facebook til að styðja við sínar auglýsingaþjónustur, til að safna ógreinanlegum upplýsingum um notanda sem heimsækir vefsvæðið og til að mæla framistöðu

3 mánuðir

tr

.facebook.com

Notað af Facebook til að safna gögnum til að bæta birtingu auglýsinga á vesvæðum sínum eða þjónustum. Til að bæta kerfi og bjóða upp á mælingar fyrir þriðja aðila sem notfærir sér auglýsingaþjónustur Facebook. Þú getur breytt stillingum fyrir Facebook hérhttps://www.facebook.com/ads/settings

session

 

Óflokkaðar vefkökur

NAFN

VEITA

MARKMIÐ

FELLUR ÚR GILDI

verslun/WebResource.axd

www.stadlar.is

WebResource.axd er ASP.NETtækni frá Microsoft sem notuð er til að ná í skjöl og skriptur á vefþjónn

session

 

Leiðbeiningar um hvernig slökkva má á kökum

Hægt er að vafra um vefinn án þess að taka við kökum (e. cookies). Hægt er að stilla vafrann sem þú notar til að taka ekki við þessum kökum. 

Leiðbeiningar um hvernig smá stilla helstu vafra til að taka ekki við kökum

Leiðbeiningar fyrir Internet Explorer 

Leiðbeiningar fyrir Microsoft Edge 

Leiðbeiningar fyrir Google Chrome 

Leiðbeiningar fyrir Firefox 

Leiðbeiningar fyrir Apple Safari 

 

*Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 

Menu
Top