Ávinningur af þátttöku í staðlastarfi er margvíslegur. Aðilar í tækninefndum hafa áhrif á það hvert inntak staðla er og hafa þar með áhrif á þróun í sinni atvinnugrein. Þeir fá þannig líka vitneskju um framtíðarþróun atvinnugreinarinnar, koma auga á tækifæri til nýsköpunar og viðskipta, fá tækifæri til að vinna með sérfræðingum í sínu fagi og leggja sitt af mörkum til að viðhalda góðum vinnubrögðum og viðmiðum í sínu fagi.
Notkun staðla er talin stuðla að framleiðni- og framleiðsluaukningu, hún brýtur niður viðskiptahindranir og eykur öryggi og gæði.
Reglur um þátttöku í staðlastarfi má finna hér
Millistjórnendur gegna lykilhlutverki við daglegan rekstur og reglubundnar umbætur í fyrirtækjum. Virkni þeirra, hæfni og geta til stjórnunar getur ráðið úrslitum hvernig tekst til við innleiðingu gæðastjórnunarkerfis. Í þessu fræðslumyndbandi verður farið yfir hver ferill innleiðingar er.