Taktu þátt

 

 

Ávinningur af þátttöku í staðlastarfi er margvíslegur.

Þátttakendur í tækninefndum hafa áhrif á það hvert inntak staðla er og hafa þar með áhrif á þróun í sinni atvinnugrein. Þeir fá þannig líka vitneskju um framtíðarþróun atvinnugreinarinnar, koma auga á tækifæri til nýsköpunar og viðskipta, fá tækifæri til að vinna með sérfræðingum í sínu fagi og leggja sitt af mörkum til að viðhalda góðum vinnubrögðum og viðmiðum í sínu fagi. 

Tugir íslenskra sérfræðinga taka þátt í starfi íslenskra tækninefnda til að leggja línur og sammælast um viðmið, kröfur og tæknilegar útfærslur í ýmsum efnum. Þátttaka íslenskra sérfræðinga í erlendum tækninefndum er sífellt að aukast en þannig má gæta viðskiptahagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og auka samkeppnishæfni og þekkingu.  

Reglur um þátttöku í staðlastarfi má finna hér 

Menu
Top