TS 165:2013

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Staða:

Gildistaka - 15.10.2013

Íslenskt heiti:

Samræmdar vefþjónustur banka og sparisjóða - Rafræn skjöl

Enskt heiti:

Icelandic Online Banking Web Services - Documents

Tækninefnd:

ÍST/FUT

ICS flokkur:

3.060, 35.240

Auglýst:

17.10.2013

Umfang (scope):

[ATH. Tækniforskriftin gildir til 15.10.2021.] Tækniforskriftin lýsir hlutmengi af samræmdum vefþjónustum banka og sparisjóða. Hún inniheldur allar þær aðgerðir sem tiltækar eru í gegnum þjónustuna Rafræn skjöl. Vefþjónustan hjúpar aðgerðir úr kerfum bankanna og gerir þær aðgengilegar út á við. Vefþjónustunni er þannig ætlað að veita aðgengi á kerfisstigi og gera viðskiptavinum kleift að tengja kerfi sín beint við kerfi bankanna. Helstu notendum tækniforskriftarinnar má skipta í tvo hópa: Annars vegar er um að ræða hugbúnaðarsérfræðinga hjá bönkum og sparisjóðum sem útfæra munu vefþjónusturnar á móti viðskiptavinum sínum og hinsvegar eru það hugbúnaðarsérfræðingar sem vinna að kerfum sem tengjast bönkunum á kerfisstigi. Uppbygging tækniforskriftarinnar er með þeim hætti að ekki er nauðsynlegt að notast við aðrar tækniforskriftir við notkun þeirra aðgerða sem lýst er. Þannig er til að mynda tæmandi listi yfir öll þau tög sem fram koma í hverri aðgerð fyrir sig, jafnvel þó svo að sömu tög séu einnig nýtt í öðrum þjónustum sem ekki falla innan þessarar tækniforskriftar. Markmiðið er að lesandi geti nýtt sér þær aðgerðir sem lýst er og að hann skilji hlutverk og eðli hverrar aðgerðar fyrir sig ásamt samhengi þeirra í heild sinni. Gengið er út frá því að lesandi hafi tæknilega þekkingu á XML ívafsmáli, vefþjónustum og þeirri tækni sem þær byggja á, enda er tækniforskriftin ekki ætluð sem kennsluefni í notkun vefþjónusta.
Skráðu þig inn til þess að hlaða niður staðli
Menu
Top