Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Stefna Staðlaráðs Íslands er að vera framúrskarandi og eftirsóttur samstarfsaðili sem gegnir lykilhlutverki við að tengja saman hagsmunaaðila með það að markmiði að búa til einfaldar, samhæfðar og virðisaukandi lausnir á flóknum áskorunum og með því stuðla að frábærum árangri fyrirtækja og stofnana á sviði sjálfbærni, gæða, öryggis og afkomu.
Með stefnu sinni leggur Staðlaráð áherslu á hlutverk sitt sem samstarfsvettvangur hagsmunaaðila. Í því felst að fóstra og verkefnastýra stöðlunarverkefnum til að leysa áskoranir, ekki síst á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar, í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.