Stöðlunarverkefni utan fagstaðlaráða

Stundum háttar svo til að aðkallandi stöðlunarverkefni berast inn á borð Staðlaráðs án þess að til sé skilgreint fagstaðlaráð á því sviði. Í slíkum tilvikum skipar stjórn Staðlaráðs tækninefnd sem fer með stöðlunarvinnuna á ábyrgð stjórnar skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi.

 

ÍST 85 - Jafnlaunastaðall

Endurskoðun jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hefur staðið yfir frá árinu 2018. Hlé var gert á þeirri vinnu í árslok 2019.

ÍST EN ISO 19011:2018 (íslensk þýðing)

Þýðing á ÍST EN ISO 19011 - Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa. Staðallinn kom út í íslenskri þýðingu 2018.

ÍST WA 91:2021  Vinnustofusamþykkt - Ábyrg kolefnisjöfnun

Vinnustofusamþykkt um ábyrga kolefnisjöfnun var unnin af tugum íslenskra sérfræðinga á vettvangi Staðlaráðs í samvinnu við Loftslagsráð árið 2021. 

ÍST TS 92:2022  Kolefnisjöfnun: Kröfur með leiðbeiningum

Tækniforskrift sem unnin var af tugum sérfræðinga var gefin út í september 2022

ÍST EN 14001:2015 Umhverfisstjórnunarkerfi: Kröfur ásamt leiðsögn um notkun (íslensk þýðing)

Íslensk þýðing kom út árið 2023

Menu
Top