Fagstjórn í véltækni

Fagstjórn í véltækni fjallar um ákveðin fagsvið innan evrópskrar stöðlunar sem eru metin mikilvæg fyrir hagsmuni íslenskra fyrirtækja og íslensks iðnaðar. Um er að ræða eftirfarandi fagsvið:

Öryggi véla og búnaðar

Málmsuða og prófanir

Kæli- og frystibúnaður, umhverfisáhrif

Stálvirki og vélahlutahönnun

Matarvinnsluvélar

Lögð er áhersla á mikilvægi stöðlunar í véltækni, meðal annars vegna útflutnings vélbúnaðar og hátæknibúnaðar. Jafnframt er stöðlun í véltækni mikilvægur þáttur í íslenskum iðnaði vegna veitukerfa, stálvirkja, orkumannvirkja, skipasmíða o.fl. Stöðlunin beinist oft að öryggi fólks, svo sem í sambandi við lyftur, krana, þrýstikúta, gufukatla og ýmsan vélbúnað.

Eitt af verkefnum fagstjórnarinnar er að ákveða hvort ástæða sé til að þýða erlenda staðla um véltækni. Um þýðingar staðla í véltækni gilda sömu viðmið og um þýðingar annarra staðla. Þýðingar eru aðeins mögulegar ef nægjanlega stór markhópur er fyrir hendi eða hagsmunaaðilar kosti þýðingarnar. Annars er talið betra að hafa staðlana á ensku en beina kröftunum í að kynna efni þeirra og mikilvægi fyrir notendum.

Menu
Top