DPP - Stafrænt vöruvegabréf

Evrópsku staðlasamtökin CEN og CENELEC hafa sameiginlega stofnað tækninefnd sem nefnist "JDC 24 - Digital product password. Tilgangurinn er að vinna staðla sem tryggja eiga rekjanleika vöru í tengslum við sjálfbærniupplýsingar. DPP er samheiti yfir bæði gögn og kerfi. Er kóði, oftast QR kóði, settur á vörur og þannig sé því hægt að nálgast upplýsingar um sem dæmi kolefnislosun vöru við framleiðslu. Að sama skapi er tilgangurinn að tryggja endurvinnslu vöru. Evrópusambandið hefur óskað eftir að settir verði staðlar um þessi málefni þar sem gæta á þess að kerfið verði ekki lokað né of dýrt í notkun. 

Í DPP verður horft til framtíðar því í byrjun verður framleiðsla textíls og rafhlaðna undir í þessum efnum. Ekki er þó búið að sjá fyrir öllum notkunarmöguleikum sem geta komið í kjölfarið en eru þónokkrir engu að síður. 

Nýlega héldu dönsku staðlasamtökin wbinar um framtíð og möguleika DPP og hvetjum við alla til að horfa á það. Webinarið fer fram á dönsku en mikið af glærunum eru á ensku. Má nálgast það hér að neðan.

Tímaskali þessarar vinnu er hægt að sjá á meðfylgjandi mynd. 

Hafir þú áhuga á að fylgjast með framvindu þessarar staðlagerðar vinsamlegast settu þig í samband á netfangið gudval@stadlar.is

Höfundur: Guðmundur Valson

 

Menu
Top