Leiðin til framtíðar á COP 28?

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Á sama tíma og heimurinn glímir við auknar áskoranir sem að loftslagsbreytingar hafa í för með sér verður COP 28 vonandi merki um nýja og bjartari framtíð. Það eru miklar væntingar gerðar til COP 28 og af flestum talið vera síðasta tækfæri heimsbyggðarinnar til að ná saman um varanlegar og skilvirkar aðgerðir. Meginmarkmið COP 28 verða af ýmsum toga og eitt áhersluatriði í þeim öllum verður hvernig notkun og beiting staðla muni breyta miklu fyrir mótun heildstæðra og skilvirkar lausna. Hér eru nokkrir þættir sem ég tel að verði mikilvægir á COP 28 og hvernig staðlar munu spila stórt hlutverk varðandi þá.

Uppfæra markmiðin

Kjarninn í þessu öllu saman verða þau markmið sem að þessi ráðstefna mun gefa af sér. Umhverfisstaðlar munu, ef vel tekst til, koma mikið þar við sögu og munu þjóna sem leiðarljós fyrir þjóðir heims við endurskoðun á þeirra skuldbindingum þar sem áhersla verður lögð á aðlögun að endurnýjanlegri orku, aukna orkunýtni og svo það mikilvægasta, verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Líklegt er að lögð verði fram tillaga um enn strangari kröfur og samið um þær til að tryggja að hver og ein þátttöku þjóð muni leggja sitt af mörkum til að takmarka hlýnun og berjast gegn loftslagsbreytingum.

Nýsköpun

Áhersla verður einnig á að stuðla að frekari nýsköpun varðandi gerð áætlana um að draga úr losun. Innleiðing á nýrri tækni og upptaka á sjálfbærum starfsháttum eru þar í lykilhlutverki og munu staðlar tryggja árangur í þeim efnum. Þjóðir heims munu á þessari ráðstefnu þurfa að sýna fram á árangur sinn varðandi umbreytingu yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi. Tækni á borð við kolefnisföngun og förgun verða þarna áberandi ásamt áherslum varðandi umbreyting yfir í endurnýjanlega orkugjafa.

Verndun vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni

Líffræðileg fjölbreytni og hnignun vistkerfa á heimsvísu er brýnt áhyggjuefni sem mun krefjast athygli fundarins einnig. Þar munu staðlar án efa koma mikið við sögu og ekki ólíklegt að fundurinn muni setja sér markmið um endurheimt vistkerfa og að tryggt verði að líffræðileg fjölbreytni muni ekki verða fyrir frekari skaða. Staðlar sem miðla að því að vernda líffræðilegan fjölbreytileika munu þjóna sínum tilgangi og tryggja árangur. Þar liggur gagnsemi þeirra ekki síst í áætlanagerð sem falið geta í sér sjálfbæra landnýtingu, varðveislu búsvæða og aðra þætti sem stuðla að því að vernda líffræðilega fjölbreytni. Það að þjóðir heims innleiði slíka staðla mun leiða af sér varðveislu og endurheimt á viðkvæmum vistkerfum.

Hringrásarhagkerfi

Umbreyting yfir í hringrásarhagkerfi og sjálfbærs neyslumynsturs verður eflaust ákveðið leiðarstef á COP 28 enda um að ræða eina mikilvægustu aðgerðina sem skilar hvað mestum árangri. Umhverfisstaðlar munu leiðbeina þjóðum um að taka upp aðferðir sem draga úr úrgangi, hvetja til endurvinnslu og lágmarka umhverfisáhrif framleiðslu og neyslu. Á dagskrá COP 28 verða ræddar stefnur sem munu hvetja til meðal annars sjálfbærari hönnunar, ábyrgrar neyslu og lokaðra kerfa sem munu að endingu leggja sitt af mörkum við slíka umbreytingu á heimsvísu.

Réttlæti

Umhverfisréttlæti og réttlátur aðgangur að hreinum auðlindum verður þemað á COP 28. Umhverfisstaðlar gegna veigamiklu hlutverki í að tryggja að ávinningur sjálfbærrar þróunar skiptist á sanngjarnan hátt á milli þjóða og samfélaga. Umræður munu að öllum líkindum snúast um kröfur um stjórnun vatnsauðlindar, aðgang að hreinni orku og umhverfisstjórnun þar sem áhersla er lögð á að allir séu þátttakendur og að félagslegt réttlæti sé í fyrirrúmi.

Nú þegar líður að því að COP 28 hefjist er mikil spenna í loftinu um hvernig muni takast til og hvernig framtíð okkar muni mótast. Ráðstefnan er tækifæri fyrir þjóðir heims til að takast sameiginlega á við þær brýnu áskoranir sem fylgja loftslagsbreytingum, tapi á líffræðilegri fjölbreytni og hnignun umhverfisins. Ekki er hægt að gera of mikið úr hlutverki umhverfisstaðla í þessari viðleitni og eru þeir lykillinn að þróun og innleiðingu árangursríkra lausna. Á meðan ráðstefnugestir koma saman til að ræða og semja horfir heimurinn með von um að COP 28 marki afgerandi skref í átt að sjálfbærari, þrautseigari og réttlátari framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Menu
Top