Young professionals vinnustofa

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Staðlaráð Íslands í samvinnu við önnur norræn staðlasamtök stóð fyrir vinnustofu fyrir ungt fagfólk á sviði rafmagnsverkfræði fyrir skömmu. Góð mæting var á vinnustofuna en yfir 40 þátttakendur mættu til leiks frá öllum norðurlöndunum. Tilgangur vinnustofunnar var að kynna fyrir ungu fagfólki staðla og staðlafgerð ásamt því að kynnast því hvernig staðlar geta hjálpað til við að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Verkefnið sem unnið var með var sjálfbær hreyfanleiki fyrir sjálfbær samfélög. Hreyfanleiki hefur gríðarleg áhrif, bæði á daglegt líf fólks og plánetuna okkar. Markmið á borð við aðgengi fyrir alla, aukið öryggi, minni loftslags- og umhverfisáhrif, aukna skilvirkni og öruggt framboð eru öll mikilvæg fyrir frekari sjálfbæra þróun samfélaga okkar. Alþjóðlegir staðlar IEC staðlasamtaknna eru mikilvægt tæki sem þróað er í samstöðu tæknisérfræðinga um allan heim um hvernig eigi að hanna, smíða og framleiða tæki, kerfi og ferla. Markmiðið er að tryggja heildargæði, skilvirkni og öryggi fyrir vörur og innviði á viðráðanlegu verði og samkeppnishæfni í raftæknigeiranum.

Mikil ánægja var með vinnustofuna og mun einn af þeim fjölmörgu fulltrúum sem komu frá Íslandi verða fyrir valinu sem fulltrúi Íslands á alþjóðlegu Young professional vinnustofunni sem haldin verður í San Francisco í október. 

Vinnustofan er haldin árlega og er ætlað ungu fólki á aldrinum 25 - 36 ára og hefur klárað verkfræðimenntun. Fyrir áhugasama er hægt að setja sig í samband við Staðlaráð fyrir frekari upplýsingar sem og hvenær næsta vinnustofa fer fram. 

Menu
Top