Mikil gróska

ISO (International Organization of Standardization) hefur upp á síðkastið gefið út fjölda nýrra staðla, allt frá bættri meðhöndlun á náttúruauðlindum til öryggis við greiðslumiðlanir. Það er því óhætt að segja að um mikla grósku sé að ræða við útgáfu staðla sem hafa það að leiðarljósi að bæta heimin, auðvelda viðskipti eða stuðla að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna séu uppfyllt. 

Fjöldi tækninefnda starfar undir hatti ISO og að þeim eiga aðild hagsmunaaðilar allstaðar að úr heiminum. Sérfræðingar sem að með þekkingu sinni og reynslu skapa skilvirkar aðferðir við að leysa ýmis konar vandamál í nánast hvaða atvinnugrein sem er. Það er því mikið starf sem unnið hefur verið innan tækninefnda ISO upp á síðkastið sem skilar sér síðan út í atvinnulífið öllum til hagsbóta. 

Meðal þeirra staðla sem nýverið hafa verið útgefnir er ISO 37002, Stjórnunarkerfi fyrir uppljóstrun - Leiðbeiningar, sem veitir leiðbeiningar um framkvæmd, stjórnun, mat, viðhald og endurbætur á öflugu og árangursríku stjórnunarkerfi fyrir uppljóstrun. Sá staðall er ekki sértækur fyrir eina sérstaka atvinnugrein heldur getur verið notað af fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum, þar með talin lítil og meðalstór fyrirtæki, svo og þeim sem eru með alþjóðlega starfsemi.

ISO 23195, Öryggismarkmið upplýsingakerfa af greiðsluþjónustu þriðja aðila, býður upp á alþjóðlega viðurkenndan lista yfir hugtök og skilgreiningar, tvö skipulagslíkön og lista yfir öryggismarkmið. Til að tryggja hámarks mikilvægi eru skipulagslíkönin, eignir, ógnir og öryggismarkmið í þessu skjali byggð á raunverulegum venjum.

ISO 23592, Framúrskarandi þjónusta - meginreglur og líkan, lýsir hugtökum, meginreglum og líkani sem mynda framúrskarandi þjónustu. Við hana bætist ný tækniforskrift, ISO / TS 24082, sem býður upp á leiðbeiningar um skipulagningu framúrskarandi þjónustu til að uppfylla þarfir og skapa ánægju meðal viðskiptavina. 

ISO 37167, Snjallir samfélagsinnviðir - Snjallar samgöngur fyrir orkusparnað, þar sem ýmsum mismunandi aðferðum er beitt innan almenningssamgangna þannig að notkun á orku verði minni en tryggi einnig að þjónustan sé að keyra á réttum tíma. Leiðbeiningar þessar ná til allra samgöngumáta innan almenningssamgangna en geta einnig nýst fyrirtækjum í þungaflutningum. 

Þessi fáu dæmi um staðla sem nýverið hafa verið útgefnir eru bara brot af því sem hefur verið að koma frá ISO upp á síðkastið. Og mun fleiri staðlar eru í bígerð sem munu auðvelda og bæta ferla í ótal geirum. 

Menu
Top