Stjórnunarkerfisstaðlar

Með því að innleiða stjórnunarkerfi í fyrirtækinu þínu færðu yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins. Það skapar traustan grunn fyrir ákvarðanir um hvernig á að bæta og þróa þitt fyrirtæki. Stjórnunarkerfi er hægt að innleiða á ýmsan máta, meðal annars eftir þörfum hvers fyrirtækis, markmiðum, framleiðslu, þjónustu og menningu ásamt að hluta eftir stefnumörkun fyrir vörur, frammistöðu, mörkuðum og viðskiptavinum.

Einstakir staðlar fyrir stjórnunarkerfi eru almennir, sem þýðir að þeir eru ekki þróaðir með sérstakt fyrirtæki í huga. Þess vegna gefur einstakur staðall ekki endanlegt svar við því hvernig stjórnunarkerfi hentar einstöku fyrirtæki. Ýmsir þættir geta þó hjálpað fyrirtæki við að innleiða heildrænt kerfi með áherslu á stjórnun og viðeigandi viðskiptaferla fyrir viðkomandi áherslusvið.

Dæmi um stjórnunarkerfisstaðla

Stjórnunarkerfisstaðlar eru í boði allt frá umhverfis- og orkustjórnun til upplýsingaöryggis og nýsköpunar. Eitt útbreiddasta stjórnunarkerfið er ISO 9001 fyrir gæðastjórnun sem notað er af meir en milljón fyrirtækjum um allan heim. Hér er listi yfir þá helstu sem í boði eru í staðlabúðinni okkar 

ÍST EN ISO 9001 - Gæðastjórnunarkerfi

ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnunarkerfi

ÍST EN ISO 22000 - Food Safety management system

ÍST EN ISO 22301 - Business continuity management systems

ÍST EN ISO 26000 - Leiðbeiningar um samfélagsábyrgð

ÍST EN IEC/ISO 27001 - Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi

ISO/IEC 27701 - Security techniques 

ISO 31000 - Risk management

ÍST ISO 45001 - Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað

ÍST EN ISO 50001 - Energy management system

 

Menu
Top