Í þessum alþjóðastaðli eru tilgreindar kröfur sem gilda um að koma á, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi í samhengi skipulagsheildarinnar. Þessi alþjóðastaðall felur einnig í sér kröfur varðandi mat og meðferð á upplýsingaöryggisáhættu sem sniðnar eru að þörfum skipulagsheildarinnar.
Þær kröfur sem settar eru fram í þessum alþjóðastaðli eru almennar og er ætlunin að þeim megi beita á allar skipulagsheildir, óháð tegund, stærð og eðli. Óásættanlegt er að sleppa einhverjum af þeim kröfum sem tilgreindar eru í greinum 4 til 10 þegar skipulagsheild lýsir yfir samræmi við þennan alþjóðastaðal.
Hafðu samband í síma 520-7150 varðandi þennan staðal.