Það ætti að vera stefnumarkandi ákvörðun fyrirtækis að taka upp gæðastjórnunarkerfi. Uppbygging og innleiðing á gæðastjórnunarkerfi fyrirtækis markast afa) viðskiptaumhverfi þess, breytingum sem verða á umhverfinu eða áhættu sem því tengist, b) breytilegum þörfum þess,c) markmiðum þess,d) vörunum sem það býður,e) ferlunum sem það beitir,f) stærð þess og formgerð. Það er ekki tilgangurinn með þessum alþjóðastaðli að láta að því liggja að formgerð gæðastjórnunarkerfa sé einsleit, né heldur skjalfesting þeirra. Þær kröfur til gæðastjórnunarkerfa sem tilgreindar eru í staðli þessum eru til viðbótar við þær tæknilegu kröfur sem gerðar eru til vörunnar. Upplýsingar sem merktar eru „ATHUGASEMD“ eru til leiðbeiningar eða skýringar á viðkomandi kröfu. Aðilar innan fyrirtækis sem utan, þ.m.t. vottunaraðilar, geta beitt þessum alþjóðastaðli við að meta getu fyrirtækisins til að uppfylla kröfur viðskiptavina, laga og reglugerða, svo og eigin kröfur fyrirtækisins. Við þróun þessa alþjóðastaðals var tekið mið af þeim meginreglum gæðastjórnunar sem settar eru fram í ISO 9000 og ISO 9004.
Hafðu samband í síma 520-7150 varðandi þennan staðal.
Í þessum alþjóðastaðli eru tilgreindar kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild: a) þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna, og b) miðar að því að bæta ánægju viðskiptavina með því að beita kerfinu á markvirkan hátt, þar á meðal ferlum er miða að umbótum á kerfinu og tryggingu fyrir samræmi við kröfur viðskiptavina og lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur.Allar kröfur í alþjóðastaðli þessum eru almennar og hægt er að beita þeim fyrir hvaða skipulagsheild sem er, óháð tegund hennar eða stærð, eða þeim vörum og þjónustu sem hún býður upp á.ATHUGASEMD 1 Í alþjóðastaðli þessum eru hugtökin „vara“ og „þjónusta“ aðeins notuð um vöru og þjónustu sem ætluð er viðskiptavini eða sem viðskiptavinur gerir kröfu um.ATHUGASEMD 2 Lagakröfur er annað orðalag yfir lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur.
Í þessum alþjóðastaðli eru tilgreindar kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild: a) þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna, og b) miðar að því að bæta ánægju viðskiptavina með því að beita kerfinu á markvirkan hátt, þar á meðal ferlum er miða að umbótum á kerfinu og tryggingu fyrir samræmi við kröfur viðskiptavina og lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur.Allar kröfur í alþjóðastaðli þessum eru almennar og hægt er að beita þeim fyrir hvaða skipulagsheild sem er, óháð tegund hennar eða stærð, eða þeim vörum og þjónustu sem hún býður upp á.ATHUGASEMD 1 Í alþjóðastaðli þessum eru hugtökin „vara“ og „þjónusta“ aðeins notuð um vöru og þjónustu sem ætluð er viðskiptavini eða sem viðskiptavinur gerir kröfu um.ATHUGASEMD 2 Lagakröfur er annað orðalag yfir lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur.