Staðallinn er notaður við flokkun staðfræðilegra gagna óháð þeim landupplýsingakerfum og hugbúnaði sem notaður er til að geyma, miðla og vinna úr upplýsingunum. Staðalinn ber að nota við flokkun landupplýsinga, skráningu og þegar skipst er á gögnum sem staðallinn nær yfir. Gera þarf greinarmun á skráningu lýsigagna (e. metadata) fyrir gagnagrunna, gagnasöfn eða fitjuklasa og flokkun og skráningu á fitjum ásamt eigindum þeirra skv. þessum staðli og fitjuskrám sem tengjast honum. Hvað varðar skráningu lýsigagna er vísað í staðalinn ISO 19115:2003 Geographic information – Metadata.Þessi staðall er rammi fyrir flokkun landupplýsinga þar sem skilgreind eru þemu staðalsins og fitjuflokkar. Einnig er í staðlinum kafli með sameiginlegar fitjueigindir fyrir öll gögn, þær ætti alltaf að skrá. Fyrir nánari flokkun er vísað í sértækar fitjuskrár sem er að finna á heimasíðu LMÍ.Þetta er nokkuð breytt fyrirkomulagi frá fyrstu útgáfu staðalsins þar sem fitjuskrárnar voru hluti af staðlinum.