Þessi ÍST INSTA staðall skilgreinir eiginleika og útskýrir kröfulýsingar fyrir útlitsflokkun á söguðu timbri sem er notað fyrir burðarvirki.Timbur sem er með útbreiddan hungurvið er ekki hægt að flokka eftir þessum staðli.Staðallinn nær yfir þær trjátegundir sem eru skilgreindar í viðauka A.1 og vex á þeim landfræðilegu svæðum sem er lýst í viðaukanum.Af umfangi efnisins ræðst hvar það er notað og því eru þrjár mismunandi kröfur gerðar.Kröfurnar eru fyrir timbur með:• Efnisþykkt þar sem t 45 mm eða breidd b > 75 mm (sbr. grein 6.2.2).• Efnisþykkt þar sem 25 mm t 45 mm og breidd 50 mm b 75 mm. Eingöngu ætlað fyrir T2 og T1 (sbr. grein 6.2.3).• Efnisþykkt þar sem t 50 mm timbur ætlað til framleiðslu á límtré (sbr. grein 6.2.4).Athugasemd: Um kröfur fyrir meðhöndlað timbur sjá ÍST EN 14081-1 og ÍST EN 15228.