ÍST 146:2019

Staða:

Fellur úr gildi - 15.6.2022

Íslenskt heiti:

Innihald almennra rafrænna skilríkja

Enskt heiti:

Content of federal digital certificates

Tækninefnd:

ÍST/FUT

ICS flokkur:

35.240

Auglýst:

15.6.2022

Umfang (scope):

Þessi staðall tilgreinir þær kröfur sem eiga við um öll almenn rafræn skilríki sem gefin eru út á Íslandi til aðila sem hafa lögsögu á Íslandi og ætluð eru til almennra nota. Staðlinum er ætlað að mynda samræmda heildarásýnd á innihald almennra rafrænna skilríkja sem íslenskir aðilar geta sammælst um. Markmiðiðmeð þessum staðli er að einfalda þjónustuaðilum að lesa rafrænt innihald almennra rafrænna skilríkja, þannig að auðvelt sé að móttaka og lesa innihald almennra rafrænna skilríkja frá mismunandi útgáfuaðilum. Staðall þessi nær ekki til rafrænna skilríkja sem fyrirtæki og stofnanir gefa út til lokaðs hóps né vefmiðlaraskilríkja.

Hafðu samband í síma 520-7150 varðandi þennan staðal.

Mynd sem fylgir ÍST TS 146:2022

ÍST TS 146:2022

Þessi tækniforskrift tilgreinir þær séríslensku kröfur sem eiga við um öll almenn rafræn skilríki sem gefin eru út á Íslandi til aðila sem hafa lögsögu á Íslandi og ætluð eru til almennra nota. Henni er ætlað að mynda samræmda heildarásýnd á innihald almennra rafrænna skilríkja sem íslenskir aðilar geta sammælst um, án þess að skilgreina nákvæmlega atriði sem þegar eru skilgreind í alþjóðlegum stöðlum og ekki eiga sérstaklega við um íslenskar aðstæður. Markmiðið með þessari tækniforskrift er að einfalda þjónustuaðilum að lesa séríslenskt rafrænt innihald almennra rafrænna skilríkja, þannig að auðvelt sé að móttaka og lesa innihald almennra rafrænna skilríkja frá mismunandi útgáfuaðilum. Tækniforskrift þessi nær ekki til rafrænna skilríkja sem fyrirtæki og stofnanir gefa út til lokaðs hóps né vefmiðlaraskilríkja.
Verð: 8.499 kr.
Mynd sem fylgir TS 146:2013

TS 146:2013

Þessi tækniforskrift tilgreinir þær kröfur sem eiga við um öll almenn rafræn skilríki sem gefin eru út á Íslandi. Skjalinu er ætlað að mynda samræmda heildarásýnd á innihald almennra rafrænna skilríkja sem íslenskir aðilar geta sammælst um. Markmiðið með þessari tækniforskrift er að einfalda þjónustuaðilum að lesa rafrænt innihald almennra rafrænna skilríkja, þannig að auðvelt sé að móttaka og lesa innihald almennra rafrænna skilríkja frá mismunandi útgáfuaðilum. Um er að ræða leiðbeinandi reglur. Skjal þetta nær ekki til rafrænna skilríkja sem fyrirtæki og stofnanir gefa út til eigin nota og er ekki treyst af aðilum utan viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis.
Verð: 5.905 kr.
Menu
Top