Þýðingin var fyrst gefin út í september 2023 en vegna ágalla var ákveðið að gefa hana út að nýju.Í þessu skjali eru skilgreindar kröfur sem gilda um að koma á, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi í samhengi skipulagsheildar. Þetta skjal felur einnig í sér kröfur varðandi mat og meðferð á upplýsingaöryggisáhættu sem sniðnar eru að þörfum skipulagsheildarinnar. Þær kröfur sem settar eru fram í þessu skjali eru almennar og er ætlunin að þeim megi beita á allar skipulagsheildir, óháð tegund, stærð og eðli. Óásættanlegt er að sleppa einhverjum af þeim kröfum sem tilgreindar eru í greinum 4 til 10 þegar skipulagsheild lýsir yfir samræmi við þetta skjal.