ÍST WA 95:2024

Staða:

Gildistaka - 25.6.2024

Íslenskt heiti:

Vinnustofusamþykkt - Sjálfbær skógrækt

Enskt heiti:

Workshop agreement - Sustainable forestry

Tækninefnd:

ÍST/FUM

ICS flokkur:

65.020, 13.020

Auglýst:

25.6.2024

Umfang (scope):

Umfang vinnustofunnar takmarkast við sjálfbæra skógrækt á Íslandi og hvernig fagaðilar á Íslandi sjá best fyrir sér fyrirkomulag hennar að teknu tilliti til þátta eins og: Líffjölbreytni Jarðvegs Sögulegs umhverfis Landslags Loftslagsbreytinga Fólks Vatns Markmið vinnustofunnar er að skoða þessi atriði í samhengi við sjálfbæra skógrækt og hvernig hægt er að innleiða bestu starfsvenjur á Íslandi. Við munum kanna núverandi stöðu skógræktar, skoða hvernig sjálfbærar aðferðir eru nýttar í öðrum löndum og bera saman mismunandi nálgun við íslenskar aðstæður. Í því samhengi verða eftirfarandi spurningar lagðar fram: • Hvernig er staða skógræktar á Íslandi í dag? • Hvernig tökum við tillit til allra þátta í sjálfbærri skógrækt? • Hvernig er sjálfbær skógrækt á Íslandi frábrugðin sjálfbærri skógrækt í öðrum löndum? • Hvernig náum við því marki að geta sagt að á Íslandi sé stunduð sjálfbær skógrækt?
Skráðu þig inn til þess að hlaða niður staðli
Menu
Top