11.1 Þessi staðall gildir um raflagnir fyrir byggingar og svæði sem talin eru upp hér á eftir:a) Íbúðarhúsnæði,b) verslunar- og skrifstofuhúsnæði,c) opinberar byggingar,d) iðnaðarhúsnæði,e) landbúnaðar- og garðyrkjuhúsnæði,f) einingahús,g) hjólhýsi, hjólhýsastæði og þess háttar svæði,h) byggingarsvæði, sýningarsvæði, kaupstefnuskála og önnur bráðabirgðamannvirki,i) smábátahafnir og skemmtibáta.11.2 Staðallinn gildir um eftirtalin atriði:a) Rásir, sem tengjast riðspennu allt að 1000 V og jafnspennu allt að 1500 V. Að því er varðar riðstraum er miðað við tíðnirnar 50 Hz, 60 Hz og 400 Hz. Notkun annarra tíðna í sérstökum tilvikum er samt ekki útilokuð.b) Rásir sem reknar eru á hærri spennu en 1000 V ef þær eru hluti raflagnar sem er ekki rekin á svo hárri spennu. Dæmi: Úrhleðslulampar og rafstöðusíur. Undanskildar eru innri rásir tækja.c) Sérhvert lagnarkerfi og strengir sem ekki eru sérstaklega tilgreind í stöðlum fyrir neyslutæki.d) Allar neysluveitur utan bygginga.e) Fas