ÍST 200:2006

Staða:

Fellur úr gildi - 1.1.2021

Íslenskt heiti:

Raflagnir bygginga

Enskt heiti:

Electrical installations of buildings

Tækninefnd:

ÍST/RST

ICS flokkur:

13.260, 29.02, 91.140

Auglýst:

29.12.2020

Umfang (scope):

11.1 Þessi staðall gildir um raflagnir fyrir byggingar og svæði sem talin eru upp hér á eftir: a) Íbúðarhúsnæði, b) verslunar- og skrifstofuhúsnæði, c) opinberar byggingar, d) iðnaðarhúsnæði, e) landbúnaðar- og garðyrkjuhúsnæði, f) einingahús, g) hjólhýsi, hjólhýsastæði og þess háttar svæði, h) byggingarsvæði, sýningarsvæði, kaupstefnuskála og önnur bráðabirgðamannvirki, i) smábátahafnir og skemmtibáta. 11.2 Staðallinn gildir um eftirtalin atriði: a) Rásir, sem tengjast riðspennu allt að 1000 V og jafnspennu allt að 1500 V. Að því er varðar riðstraum er miðað við tíðnirnar 50 Hz, 60 Hz og 400 Hz. Notkun annarra tíðna í sérstökum tilvikum er samt ekki útilokuð. b) Rásir sem reknar eru á hærri spennu en 1000 V ef þær eru hluti raflagnar sem er ekki rekin á svo hárri spennu. Dæmi: Úrhleðslulampar og rafstöðusíur. Undanskildar eru innri rásir tækja. c) Sérhvert lagnarkerfi og strengir sem ekki eru sérstaklega tilgreind í stöðlum fyrir neyslutæki. d) Allar neysluveitur utan bygginga. e) Fastalagnir fyrir búnað til fjarskipta, merkjaflutnings, stýringa og þess háttar (undanskildar eru innri lagnir tækja). f) Stækkun eða breytingu á raflögn og einnig um hluta raflagnar sem fyrir er og breytingin hefur áhrif á. 11.3 Staðallinn gildir ekki um eftirtalin atriði: a) Rafknúinn dráttarbúnað farartækja, b) rafbúnað vélknúinna farartækja, c) raflagnir skipa, d) raflagnir flugvéla, e) almenna götulýsingu, f) raflagnir í námum, g) búnað til deyfingar útvarpstruflana, nema um öryggisatriði raflagnar sé að ræða, h) rafmagnsgirðingar, i) eldingarvörn bygginga. Athugasemd: Staðallinn tekur þó til gufuhvolfsfyrirbæra að því er varðar áhrif þeirra á raflagnir (t.d. val á eldingarvörum). 11.4 Staðlinum er ekki ætlað að gilda um eftirtalin atriði: – Opinber rafveitukerfi, – orkuframleiðslu og orkuflutning í raforkukerfum. Athugasemd: Þau lönd sem það kjósa mega þó nota staðalinn annað hvort allan eða hluta hans fyrir ofangreind kerfi. 11.5 Í staðlinum er einungis fjallað um rafbúnað í sambandi við val og uppsetningu hans í viðkomandi raflögn. Þetta á einnig við um samsettar einingar rafbúnaðar sem uppfylla viðeigandi staðla. 11.6 Meta skal eftirtalda eiginleika raflagnar í samræmi við þá kafla sem tilgreindir eru í svigum hér að neðan: – Ætluð not raflagnarinnar, grundvallargerð hennar og hvernig hún fær raforku (kafli 31). – Ytri áhrif (umhverfisáhrif) sem raflögnin getur orðið fyrir (kafli 51). – Samhæfi þess búnaðar sem nota á í raflögninni (kafli 33). – Aðstæður til viðhalds (kafli 34). Taka skal tillit til þessarra eiginleika við val varnaraðferða (sjá hluta 4) og við val búnaðar og uppsetningu hans (sjá hluta 5). Athugasemd: Ef um er að ræða lagnir að fjarskiptabúnaði ber að fara eftir IEC stöðlum og ritum frá ITU-T og ITU-R eins og við á.

Hafðu samband í síma 520-7150 varðandi þennan staðal.

Menu
Top