Í þessu skjali eru tilgreindar kröfur sem varða stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað (H&ÖV) og veittar upplýsingar um notkun þess til þess að gera skipulagsheildum kleift að bjóða uppá örugga og heilsusamlega vinnustaði með því að koma í veg fyrir vinnutengda áverka og vanheilsu, svo og að bæta H&ÖV frammistöðu sína með forvirkum hætti. Skjali þessu má beita í hvaða skipulagsheild sem er sem vill koma á, innleiða og viðhalda H&ÖV stjórnunarkerfi í því skyni að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustað, eyða hættum og lágmarka H&ÖV áhættu (þar með talda kerfisannmarka), nýta H&ÖV tækifæri og taka á frábrigðum í H&ÖV stjórnunarkerfinu sem tengjast starfsemi hennar. Þetta skjal hjálpar skipulagsheild að ná fram ætluðum útkomum H&ÖV stjórnunarkerfis hennar. Í samræmi við H&ÖV stefnu skipulagsheildarinnar fela ætlaðar útkomur H&ÖV stjórnunarkerfis í sér: a) stöðugar umbætur á H&ÖV frammistöðu, b) hlítingu lagakrafna og annarra krafna, c) að ná H&ÖV markmiðum. Þessu skjali má