Haustfundur Rafstaðlaráðs 2021 - Dreififyrirtæki, landtengingar, loftslagsmál

Rafstaðlaráð hélt vel sóttan haustfund þann 27. október en fundurinn var blanda af staðfundi og fjarfundi. Tæplega 70 manns fylgdust með á staðnum eða netinu.

 

Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs kynnti hlutverk og verkefni ráðsins

Kynningar fundarins héldu:

Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri RARIK um aðgerðir Rarik í loftslagsmálum.

Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá VEITUM um aðgerðir Veitna í loftslagsmálum

Ásgeir Albertsson hjá Rönning um fyrstu aflmeiri 60 riða landtengingu fiskiskipa á Íslandi

Kynningar eru aðgengilegar með því að smella á heiti erinda hér að ofan. 

Menu
Top