Staðlar og loftslagsbreytingar

Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum

Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar?

Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður:

  • ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum
  • ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar
  • ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun.
  • ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. 

Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar?

ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum.

Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga.

Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri áhættustjórnun, bættri orkunýtingu og umhverfisvænum innviðum og stefnum.

Hvað er til í ISO safninu? 

ISO 14000 er fjölskylda umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru:

Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda 

Mótvægisaðgerðir og aðlögun

Fjármögnun grænna loftslagsverkefna

Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum

Heimsmarkaður með hreina orku

Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má HÉR

Menu
Top