Alþjóðlegur dagur vatnsins

Það búa ekki allir við sömu gæði og við Íslendingar þegar kemur að aðgangi að hreinu vatni. Þúsundir manna deyja daglega úr sjúkdómum vegna skorts á góðu aðgengi að hreinu vatni til neyslu og til hreinlætis. Staðlar styðja við bakið á heimsmarkmið 6, hreint vatn og hreinlætisaðstaða, og leggja því sitt að mörkum við að uppfylla heimsmarkmiðin. Á Íslandi er mikilvægt að fara vel með vatnsauðlindir okkar og geta staðlar eins og ISO 46001:2019 komið að góðu gagni. Þann staðal og fleiri í sama flokki er hægt að finna hér á vefnum okkar í staðlabúðinni.

Hreint vatn fyrir alla heimsbyggðina

Í dag, þann 22 mars, er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þessi dagur hefur verið tileinkaður vatni síðan árið 1992 þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að þessi dagur skildi ætlaður viðburðum og umfjöllun sem styrkja myndi vitund almennings um nauðsyn þess að standa vörð um vatn og rétt allra til aðgangs að hreinu vatni. Þema ársins er "hvaða þýðing og virði vatn hefur fyrir fólk" og hvernig við getum saman staðið betur að því að verja þessa sameiginlegu auðlind okkar. Því miður er það svo að víða er ekki staðið vel að því að verja þessi lífsgæði sem við þörfnumst til að viðhalda lífi.

Ísland í fararbroddi

Á Íslandi hefur verið innleidd "Vatnatilskipun Evrópusambandsins" sem byggir á samræmdri stjórnun vatns með það að markmiði að tryggja gæði vatns og vatnalífríkis til framtíðar. Í staðlabúðinni má finna safn staðla sem miða eingöngu að því að viðhalda og verja vatnsauðlindir og tryggja gæði neysluvatns inn á heimili, í fyrirtæki og stofnanir. Þrátt fyrir að gnægð af hreinu vatni sé að finna á Íslandi er rík þörf á að ganga vel um þá auðlind og leggja gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir til að fylgja. Hér koma staðlar sterkir inn, leggja línurnar, veita aðhald og gæta að því að öllum heilbrigðissjónarmiðum sé fylgt í hvívetna.

Staðlar sem tryggja vatnsgæði

ISO 46001:2019 - Water efficiency management systems — Requirements with guidance for use

ISO 20760:2018 - Water reuse in urban areas — Guidelines for centralized water reuse system

ÍST ISO 16075 - Guidelines for treated wastewater use for irrigation projects

Þessa ásamt fjölda annarra staðla og tækniskýrsla er að finna á vefnum okkur.

Menu
Top