Staðall þessi kveður á um útreikning á flatarmáli og rúmmáli bygginga. Nota skal staðalinn við stærðarútreikninga allra gerða bygginga, jafnt nýrra sem gamalla. Niðurstöður þeirra útreikninga má nota meðal annars við forsagnar- og hönnunarvinnu, mat á nýtingu byggingar, gerð kostnaðaráætlana, mat á leigugjaldi húsnæðis, skattlagningu og hagsýslugerð.