ÍST 95:2025 - Ítarefni með staðli

Staða:

Gildistaka - 15.10.2025

Íslenskt heiti:

Ítarefni og ábendingar til stuðnings við ÍST 95 - Leiðbeiningar um sjálfbæra skógrækt

Tækninefnd:

ÍST /FUM

ICS flokkur:

65.020, 13.020

Auglýst:

14.10.2025

Umfang (scope):

Þetta skjal inniheldur ítarefni og ábendingar sem ætlað er notendum staðalsins ÍST 95:2025 Leiðbeiningar um sjálfbæra skógrækt. ÍST 95 veitir samræmdan ramma fyrir skipulag og framkvæmd skógræktar í takti við sjálfbærnimarkmið stjórnvalda og alþjóðasamninga og ítarefnið hefur að geyma nánari upplýsingar til að vinna eftir. Framarlega í þessu skjali eru upplýsingar um hvernig mikilvægi skóga og alþjóðleg samvinna í skógrækt mótar stefnu íslenskra stjórnvalda og lagaumhverfi málaflokksins. Meginreglur hinna ýmsu þátta sjálfbærrar skógræktar eru jafnframt útskýrðar og bent á hvernig hægt er að uppfylla kröfur ÍST 95. Í ítarefninu er að finna leiðsögn og ráðgjöf fyrir stjórnendur og sérfræðinga í skógrækt sem byggð er á nýjustu rannsóknum og reynslu á því sviði. Þær liggja til grundvallar mati á tillögum, skógstjórnunaráætlunum og aðgerðum til að tryggja sjálfbærni skóga á Íslandi.
Skráðu þig inn til þess að hlaða niður staðli
Menu
Top