ÍST EN ISO/IEC 27002:2017 (íslensk þýðing)

Staða:

Fellur úr gildi - 10.12.2022

Íslenskt heiti:

Upplýsingatækni - Öryggisaðferðir - Starfsvenjur fyrir upplýsingaöryggisstýringar

Enskt heiti:

Information technology - Security techniques - Code of practice for information security controls

Tengdur staðall:

ISO/IEC 27002:2013+Cor:2014 og Cor 2:2015

Tækninefnd:

CEN/FUT

ICS flokkur:

3.100, 35.03

Auglýst:

13.12.2022

Umfang (scope):

Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar um upplýsingaöryggisstaðla skipulagsheilda og starfsvenjur í stjórnun upplýsingaöryggis, þ.m.t. val, innleiðingu og stjórnun stýringa, og tekur mið af upplýsingaöryggisáhættuumhverfi skipulagsheildarinnar. Þessi alþjóðastaðall er hannaður til notkunar af skipulagsheildum sem ætla að: a) velja stýringar í innleiðingarferli á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi sem byggt er á ÍST EN ISO/IEC 27001; b)   innleiða almennt viðurkenndar upplýsingaöryggisstýringar; c) þróa eigin leiðbeiningar um upplýsingaöryggisstjórnun.

Hafðu samband í síma 520-7150 varðandi þennan staðal.

Mynd sem fylgir ÍST EN ISO/IEC 27002:2022 (ísl/en)

ÍST EN ISO/IEC 27002:2022 (ísl/en)

Þýðingin var fyrst gefin út í september 2023 en vegna ágalla var ákveðið að gefa hana út að nýju. Þetta skjal veitir tilvísanir í almennar upplýsingaöryggisstýringar, þ.m.t. leiðsögn um innleiðingu. Þetta skjal er hannað til notkunar hjá skipulagsheildum: a) innan samhengis stjórnunarkerfis um upplýsingaöryggi byggt á ISO/IEC 27001; b) til þess að innleiða upplýsingaöryggisstýringar byggðar á alþjóðlega viðurkenndum bestu starfsvenjum; c) til þess að þróa leiðbeiningar um upplýsingaöryggisstjórnun sértækar fyrir skipulagsheildina.
Verð: 40.920 kr.
Mynd sem fylgir ÍST ISO/IEC 27002:2005 (íslensk þýðing)

ÍST ISO/IEC 27002:2005 (íslensk þýðing)

Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar og almennar meginreglur um upphaf, innleiðingu, viðhald og bætingu stjórnunar upplýsingaöryggis í fyrirtæki. Markmiðin sem lýst er í þessum alþjóðastaðli veita almenna leiðsögn um þau markmið upplýsingaöryggisstjórnunar sem almenn sátt er um. Stýringarmarkmiðum og stýringum í þessum alþjóðastaðli er ætlað að vera innleidd til þess að verða við þeim kröfum sem áhættumat leiðir í ljós. Þessi alþjóðastaðall getur þjónað sem hentugur leiðarvísir við að þróa öryggisstaðla fyrirtækja og skilvirkar starfsvenjur við öryggisstjórnun og til að skapa traust í samskiptum milli fyrirtækja.
Verð: 25.215 kr.
Menu
Top