Í alþjóðastaðli þessum er lýst grundvallarhugmyndum og meginreglum gæðastjórnunar sem gilda almennt um eftirfar andi: – skipulagsheildir sem leitast við að ná viðvarandi árangri með því að innleiða gæðastjórnunarkerfi; – viðskiptavini sem leita eftir trausti á getu skipulagsheildar til þess að láta ávallt í té vöru og þjónustu sem samræmist kröfum þeirra; – skipulagsheildir sem leita eftir trausti á aðfangakeðju sinni um að kröfur um vöru og þjónustu verði uppfylltar; – skipulagsheildir og hagsmunaaðila sem leitast við að bæta samskipti með sameiginlegum skilningi á þeim íðorðum sem notuð eru í gæðastjórnun; – skipulagsheildir sem framkvæma samræmismat gagnvart kröfum ISO 9001; – þá sem veita þjálfun, mat eða ráðgjöf varðandi gæðastjórnun; – þá sem þróa tengda staðla.Í alþjóðastaðli þessum eru tilgreind þau íðorð og skilgreiningar sem eiga við fyrir alla staðla um gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfi sem þróaðir eru af ISO/TC 176.