Umfang vinnustofunnar takmarkast við valkvæða kolefnisjöfnun og -bindingu, þ.e. viðskipti með framleiddar einingar og/eða bindingu sem fyrirtæki og stofnanir kaupa, ýmist til kolefnisjöfnunar og/eða bindingar. Að sama skapi nær umfang vinnustofunnar til losunar fyrirtækja og skorts á skýrum línum er varðar upplýsingargjöf um losun á valkvæðum markaði. Umfangið nær ekki til skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með fjölþjóðasamningum s.s. Parísarsamkomulaginu. Þess ber þó að geta að hinn frjálsi markaður, verði hann mælanlegur með viðurkenndum viðmiðum, getur orðið hluti af því mengi sem Ísland getur talið með í samdrætti losunar og kolefnisjöfnun. Frekari skilgreining á tengingu valkvæða markaðarins við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum verður rætt á vettvangi tækninefndar sem mun fjalla ítarlegra um málefni þessarar vinnustofu að henni lokinni.