Í þessu skjali er veitt leiðsögn um úttektir á stjórnunarkerfum, þar með talið meginreglur úttekta, stjórnun úttektaráætlunar og framkvæmd stjórnunarkerfisúttekta, sem og leiðsögn um mat á hæfni einstaklinga sem koma að úttektarferlinu. Einstaklingurinn/arnir sem stjórna úttektaráætluninni, úttektarmenn og úttektarteymi eru meðtaldir í þessum athöfnum. Þetta á við um allar skipulagsheildir sem þurfa að skipuleggja og framkvæma innri eða ytri úttektir á stjórnunarkerfum eða stjórna úttektaráætlun. Að beita þessu skjali á aðrar tegundir úttekta er mögulegt, að því tilskildu að þeirri tilteknu hæfni sem þörf er á sé gefinn sérstakur gaumur.