Þessi staðall byggist á evrópskum stöðlum sem hafa verið staðfestir sem íslenskir staðlar, svo sem CENELEC-stöðlunum, reglum Póst-og fjarskiptastofnunar númer 1111/2015 um innanhúss fjarskiptalagnir og hefðum og venjum um gott handverk og frágang. Staðallinn ÍST 151:2016 tekur við af tækniforskriftinni TS 151:2009 sem er fallin úr gildi. Þessi staðall er saminn fyrir hönnuði, verktaka, kaupendur og seljendur íbúðarhúsnæðis til að húsnæðið uppfylli nútímalegar kröfur. Þetta á við um nýbyggingar, endurnýjun fjarskiptalagna og -búnaðar í eldri húsum og viðhald. Staðallinn fjallar bæði um hönnun, efnisval, handverk og skil á verki. Verkkaupi getur nú gengið frá samningi við verktaka áður en verk er hafið, þar sem tekið er fram að verkið skuli vera unnið samkvæmt ÍST 151:2016. Með þessu tryggir verkkaupi sér eftirfarandi: – að tæknilegum stöðlum sé fylgt, – að lagnir séu í samræmi við þann flokk húsnæðis sem hann kýs, – að frágangur á lögnum sé fullnægjandi, – að skýrslu og teikningu