ÍST 151:2016

Staða:

Gildistaka - 15.12.2016

Íslenskt heiti:

Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði - Loftnetskerfi - Netkerfi - Símkerfi - Hússtjórnarkerfi

Enskt heiti:

Telecommunications wiring in residential premises - Antenna systems, network systems, telephone systems, building management systems

Tækninefnd:

ÍST/RST

ICS flokkur:

33.020

Auglýst:

15.12.2016

Umfang (scope):

Þessi staðall byggist á evrópskum stöðlum sem hafa verið staðfestir sem íslenskir staðlar, svo sem CENELEC-stöðlunum, reglum Póst-og fjarskiptastofnunar númer 1111/2015 um innanhúss fjarskiptalagnir og hefðum og venjum um gott handverk og frágang. Staðallinn ÍST 151:2016 tekur við af tækniforskriftinni TS 151:2009 sem er fallin úr gildi. Þessi staðall er saminn fyrir hönnuði, verktaka, kaupendur og seljendur íbúðarhúsnæðis til að húsnæðið uppfylli nútímalegar kröfur. Þetta á við um nýbyggingar, endurnýjun fjarskiptalagna og -búnaðar í eldri húsum og viðhald. Staðallinn fjallar bæði um hönnun, efnisval, handverk og skil á verki. Verkkaupi getur nú gengið frá samningi við verktaka áður en verk er hafið, þar sem tekið er fram að verkið skuli vera unnið samkvæmt ÍST 151:2016. Með þessu tryggir verkkaupi sér eftirfarandi: – að tæknilegum stöðlum sé fylgt, – að lagnir séu í samræmi við þann flokk húsnæðis sem hann kýs, – að frágangur á lögnum sé fullnægjandi, – að skýrslu og teikningu sé skilað í lok verksins. Verkkaupa er samt sem áður í sjálfsvald sett, hversu ítarlega staðlinum er fylgt við uppbyggingu fjarskiptakerfis hans. Frávik frá kröfum staðalsins skulu skilgreind í verksamningi. Sé verkið unnið samkvæmt þessum staðli tryggir verkkaupi sér að efnisval uppfylli staðla, kerfið sé hannað samkvæmt stöðlum, fylgt sé reglum Póst-og fjarskiptastofnunar um innanhúss fjarskiptalagnir, handverkið sé unnið samkvæmt hefðum og venjum og að hann geti fengið gögn í hendurnar (teikningu, mælingaskýrslu) að loknu verki. Í tækniskýrslu (lokaskýrslu) fyrir fjarskiptakerfi húsnæðis skal sýna fram á með mæliniðurstöðum að kerfið uppfylli staðalkröfur. Ef ekki reynist unnt að uppfylla skilyrði staðals, skal verktaki gera grein fyrir ástæðunni í tækniskýrslu. Í sambandi við gerð verktilboðs skal verkkaupi vera vakandi yfir því að gert sé ráð fyrir stækkunarmöguleikum sem eru fyrirsjáanlegir í framtíðinni. Ef eigandi kerfisins vill reikna með að kerfið verði stækkað að umfangi, eða að flutningsgeta þess verði aukin í framtíðinni, skal það tekið fram í verksamningi við verktakann. Öll fjarskiptakerfi skulu þola rafsegultruflanir, bæði truflanir sem berast utanfrá, t.d. frá aflstrengjum annarra kerfa, eða truflanir á aflfæðingu búnaðar. Þá skulu kerfin uppfylla íslenska og evrópska staðla um útsendar rafsegultruflanir (EMC).
Verð 13.744 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Mynd sem fylgir TS 151:2009

TS 151:2009

Þessi staðall byggist á evrópskum stöðlum sem hafa verið staðfestir sem íslenskir staðlar, svo sem CENELEC-stöðlunum, reglum Póst-og fjarskiptastofnunar númer 1111/2015 um innanhúss fjarskiptalagnir og hefðum og venjum um gott handverk og frágang. Staðallinn ÍST 151:2016 tekur við af tækniforskriftinni TS 151:2009 sem er fallin úr gildi. Þessi staðall er saminn fyrir hönnuði, verktaka, kaupendur og seljendur íbúðarhúsnæðis til að húsnæðið uppfylli nútímalegar kröfur. Þetta á við um nýbyggingar, endurnýjun fjarskiptalagna og -búnaðar í eldri húsum og viðhald. Staðallinn fjallar bæði um hönnun, efnisval, handverk og skil á verki. Verkkaupi getur nú gengið frá samningi við verktaka áður en verk er hafið, þar sem tekið er fram að verkið skuli vera unnið samkvæmt ÍST 151:2016. Með þessu tryggir verkkaupi sér eftirfarandi: – að tæknilegum stöðlum sé fylgt, – að lagnir séu í samræmi við þann flokk húsnæðis sem hann kýs, – að frágangur á lögnum sé fullnægjandi, – að skýrslu og teikningu
Verð: 5.704 kr.
Menu
Top