Á aðalfundi IEC 2025 í Nýju Delí var að venju alþjóðleg vinnustofa fyrir unga sérfræðinga og á veffundinum IEC Young Professionals – Voices shaping the future, sem haldinn verður 9. des, verða kynntar hugmyndir, sjónarhorn og tillögur frá vinnustofunni.
Á veffundinum verður farið yfir hvernig sérfræðingar næstu kynslóðar sjá fyrir sér framtíð IEC samfélagsins, með sérstakri áherslu á nýsköpunanálgun, samstarf og endursköpun alþjóðlegrar stöðlunar og samræmismats.
Skráning og frekari kynningu má nálgast hér.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Guðmund Valsson, ritara Rafstaðlaráðs.