FUT stofnar spegilnefnd um gervigreind

Spegilnefndin FUT-SN-21 AI er samstarfsvettvangur sérfræðinga og aðila sem fylgjast með stöðlunarvinnu á svið gervigreindar sem fer fram á vegum CEN-CENELEC JTC 21 AI og er unnin til að styðja við innleiðingu á evrópulögunum AI Act sem mun taka gildi á Íslandi eins og í ESB. En staðlarnir verða á sviðum:

  • AI Trustworthiness Framework
  • AI Risk Management
  • AI Quality Management System
  • AI Conformity Assessment

Á stofnfundi SN-21 þann 29.10 voru 6 sérfræðingar frá jafn mörgum skipulagsheildum og tók Elfur Logadóttir frá Era að sér formennsku. En nefndin er opin fyrir sérfræðinga á sviði AI sem vilja taka þátt og má senda á gudval@stadlar.is fyrirspurnir þess efnis.

Þegar gervigreindarlög ES taka gildi má vænta þess að við verðum tilbúnari en ella í innleiðingu ákvæða þeirra með þeim stöðlum sem JTC-21 vinnur að.

Menu
Top