Hvernig byggjum við upp traust til hringrásarhagkerfisins og hvað þarf til að umbreytingin verði sjálfbær og víðtæk? Þessum spurningum er svarað í nýrri skýrslu frá British Standards Institution (BSI) í samstarfi við Cambridge Institute for Sustainability Leadership (CISL).
Skýrslan, sem ber heitið The Tipping Point: Building Trust in the Circular Economy, dregur fram hvernig traust til gæðanna, öryggisins og gagnsæis er lykilforsenda þess að neytendur og fyrirtæki taki upp hringrásarlausnir í stórum stíl.
Rannsóknin byggir á viðtölum og könnun meðal yfir 8.000 einstaklinga í átta löndum. Niðurstöðurnar sýna að:
Skýrslan skilgreinir fimm lykilstoðir sem fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að byggja upp til að ná „tipping point“ þar sem hringrásarlausnir verða sjálfsagðar:
Staðlar gegna lykilhlutverki í að skapa sameiginlegt tungumál og traust í markaði. BSI hefur þróað fjölda staðla sem styðja við hringrásarhagkerfið, þar á meðal BS 8001 og ISO 59000 seríuna. Staðlaráð Íslands hvetur íslensk fyrirtæki og stofnanir til að kynna sér þessa staðla og nýta þá í eigin umbreytingarferli.
Sækja skýrsluna: The Tipping Point: Building Trust in the Circular Economy (PDF)