Aðalfundur BSTR 2025

Þriðjudaginn 29. apríl kl. 11:00–12:00 var haldinn aðalfundur Byggingarstaðlaráðs í húsnæði verkfræðistofunnar Verkís. Á fundinn mættu 15 manns.

Á fundinum var farið yfir stöðu verkefna en þar má helst nefna endurskoðun þolhönnunarstaðlanna og þjóðarviðauka við þá. Á árinu náðist sá ánægjulegi áfangi að fjármögnun verkefnisins var tryggð með föstu fjárframlagi frá Innviðaráðuneytinu á árunum 2025–2027.

Einnig má nefna endurskoðun ÍST 30:2012, sem fjallar um almennar samnings- og útboðsskilmála um verkframkvæmdir.

Nánar um núverandi verkefni byggingarstaðlaráðs má finna HÉR.

Á fundinum var ný stjórn boðin velkomin, en Egill Viðarsson frá Verkís og fyrrverandi formaður sagði sig úr stjórn, sem og Friðrik Á Ólafsson frá Samtökum Iðnaðarins. Við þökkum þeim fyrir unnin störf!

Guðrún Þóra Garðarsdóttir frá Vegagerðinni var kjörin nýr formaður Byggingarstaðlaráðs. Bjarni Jón Pálsson frá Eflu og Jón Guðni Guðmundsson frá Cowi bættust einnig við í stjórn.

Núverandi stjórn er því eins og hér kemur fram:

  • Guðrún Þóra Garðarsdóttir, formaður – Vegagerðin
  • Bjarni Jón Pálsson – Eflu
  • Hafsteinn Pálsson – Verkfræðingafélagið
  • Jón Guðni Guðmundsson – Cowi
  • Þórunn Sigurðardóttir – Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Að loknum aðalfundi var haldinn opinn fræðslufundur í samstarfi við Verkfræðingafélagið. Á fræðslufundinn mættu um 50 manns samtals á staðinn og í streymi. Tvö erindi voru haldin það fyrra fjallaði um framkvæmdir og þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar, og það var Brynjar Vatnsdal, deildarstjóri í þróunardeild ISAVIA, sem kynnti það erindi. Næst kom Ragnar Lárusson frá Verkís, sem fjallaði um notkun hermilíkana við hönnun ofanflóðavarna.


Menu
Top