Haldinn var aðalfundur FUT 2025 í fundarsal VFÍ og á Teams, fundarmenn voru 10. Þar var farið yfir starfssemi FUT á liðnu ári sem einkenndist af vinnu í innviðum FUT auk vinnu 4 tækninefnda sem störfuðu á síðasta starfsári að 16 verkefnum í vinnslu, 4 í undirbúningi, 10 verkefni eru á hugmyndastigi og 9 spegilnefndir. Lokið var við 2 verkefni.
Þá var samþykkt metnaðarfull Rekstraráætlun 2025 þar sem sjá má aukna áherslu á samskipti við aðila FUT og sérfræðinga sem starfa að stöðun á UT sviði og ekki síst unga sérfræðinga með þátttöku FUT í YP – Young Professional/ungir sérfræðingar vinnu sem fram hefur farið hjá fagstaðlaráðum FUT og á sviði norðurlanda. En markmiðið er að fleiri á UT sviði þekki til staðla og notkunar þeirra og jafnframt staðlagerð.
Þá fór formaðurinn yfir hvað er í vændum vegna evrópureglugerða á UT sviði, AI Act, CRA, DPP og European Trusted Data Framevork ásamt tilheyrandi innreið samhæfðra staðla á UT sviði. En það er nýjung sem á eftir að koma meira við sögu UT geirans á Íslandi og evrópu allri.