Tebollinn þinn gæti verið staðlaður! Það kemur mörgum á óvart að til sé alþjóðlegur staðall fyrir það hvernig eigi að búa til fullkominn tebolla, en ISO 3103 gerir einmitt það. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlastofnuninni (ISO) árið 1980 og er enn notaður í dag, sérstaklega þegar verið er að meta mismunandi tegundir af tei á samanburðarhæfan hátt.
Te er einn vinsælasti drykkur heims, drukkið af milljörðum manna á hverjum degi. Hins vegar eru tehefðir mismunandi milli svæða og menningarheima. ISO 3103 var búinn til, til þess að tryggja að teprófanir séu framkvæmdar á staðlaðan hátt, svo að hægt sé að bera saman mismunandi tegundir af tei á hlutlægan hátt.
ISO 3103 skilgreinir hvernig te á að brugga við stöðluð skilyrði:
Aðferðin sem ISO 3103 lýsir er ekki endilega sú besta fyrir hversdagslegt tedrykkjuferli – hún er fyrst og fremst ætluð fyrir staðlaðar teprófanir. Það þýðir að þó að staðallinn tryggi samanburðarhæfni, þá geta einstaklingar haldið áfram að brugga te eins og þeim hentar best!
ISO 3103 er frábært dæmi um hvernig staðlar hafa áhrif á daglegt líf án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Næst þegar þú færð þér tebolla geturðu stært þig af því að þú sért að fylgja alþjóðlegum stöðlum – eða rætt af alvöru hvort mjólkin eigi að fara í fyrst eða síðast!
Þekkir þú staðal sem hefur áhrif á daglegt líf en fæstir vita af? Láttu okkur vita!