Sumir segja það með korti, aðrir með blómum. En þeir sem teljast rómantískir munu nánast allir senda rómantískt emoji þennan Valentínusardag 🥰. En þau væru ekki til nema fyrir framlag alþjóðlegs staðlastarfs.
Rætur emoji-skilaboða má rekja til broskalla sem hafa verið til síðan á níunda áratug síðustu aldar, en fyrstu raunverulegu emoji-táknin voru búin til árið 1999 af japanska listamanninum Shigetaka Kurita. Þessi táknaflóra taldi 176 mismunandi myndir, sem má nú skoða á Museum of Modern Art í New York.
Nú á tímum eru til 3.790 emoji-tákn, þar á meðal tákn sem gera notendum kleift að velja kyn eða húðlit, og talið er að meira en 10 milljarðir emoji-tákna séu send daglega um allan heim. Sú tala mun eflaust hækka þennan valentínusardag, þar sem rauða hjartað ❤️ er meðal þeirra vinsælustu, að því er fram kemur í emojipedia.
Furðulegt þykir mörgum að þessi táknmynd ástar sé ekki sú mest notaða, þá nafnbót hlýtur 😂 (andlit með gleðitárum), sem var auk þess tilnefnt „Orð ársins“ af Oxford Dictionary árið 2015 og vinsælasta emoji-táknið á öllum stærstu snjallforritum frá 2011-2021. Árið 2022 var táknið heiðrað með heiðursverðlaunum á World Emoji Awards, sem viðurkenningu á því hversu mikilvægt táknið er og hve oft það er notað.
Engin emoji væru til nema fyrir samræmda staðla sem skilgreina táknin, og er þeim stöðlum er viðhaldið af Unicode Consortium, óhagnaðardrifinni stofnun sem ber ábyrgð á að yfirfara og gefa út forskriftir um ný emoji og aðra stafi. Hlutverk Unicode er að tryggja að allir í heiminum geti notað sitt eigið tungumál í símum og tölvum.
Unicode-staðallinn er nátengdur ISO/IEC 10646 alþjóðlega staðlinum sem skilgreinir altæka táknsafnið (UCS), sem er unnið af sameiginlegri nefnd IEC og ISO (JTC 1/SC 2). Samvinna þessara tveggja aðila tryggir samræmda táknaskrá og kóðun, þannig að emoji virka á öllum kerfum, öllum löndum og á öllum tungumálum.
Líkt og flestar nýjungar í tækniheiminum sem eru studdar alþjóðlegum stöðlum, eru emoji stanslaust í þróun og leitast við að vera nútímaleg, með fjölbreyttum hugmyndum frá almenningi. Þrátt fyrir að öllum hugmyndum sé vel tekið og teknar til greina, er persónulegum emoji hafnað sjálfkrafa. Það verður því ekki hægt að senda ástinni þinni "Selfie emoji" í framtíðinni.
Meðal nýjustu emoji-tákna sem hafa verið samþykkt eru broskall með pokum undir augunum, málningarblettur og fingrafar.
Hvaða emoji munt þú senda á þessum Valentínusardegi?