Vinnustofa fyrir unga sérfræðinga í tækni- og raunvísindum – skráning hafin!

Staðlaráð býður ungum sérfræðingum í tækni- og raunvísindagreinum, sem og nemendum á þeim sviðum, að taka þátt í spennandi Young Professional vinnustofu sem haldin verður í fjarfundi 5. mars kl. 14-16.

Tilgangur vinnustofunnar er að efla vitund þátttakenda um staðla og notkun þeirra í framtíðarstarfsumhverfi á Íslandi. Auk þess verður kynnt skráning á YP Nordic 2025, sem haldin verður í Helsinki dagana 25.-26. júní 2025, þar sem valdir þátttakendur munu fá tækifæri til að sækja vinnustofu með fagfólki og sérfræðingum á Norðurlöndum.

Dagskrá vinnustofunnar

  • Fyrirlestur: Hlutverk staðla í samfélaginu (30 mín.)
  • Kynning á staðli og notkun hans (15 mín.)
  • Hópavinna – lausn verkefna með hjálp staðalsins (60 mín.)
  • Kynning á niðurstöðum hópavinnu (15 mín.)
  • Opnað fyrir skráningu á YP Nordic 2025

Af hverju ættir þú að taka þátt?

Vinnustofan veitir dýrmæta innsýn í staðlanotkun og ferlið að baki þróun staðla. Þátttakendur munu:

  • Kynnast mikilvægi staðla í samfélaginu
  • Skilja muninn á staðli og reglugerð
  • Fá þjálfun í að lesa og nýta staðla
  • Fræðast um ferlið við þróun staðla
  • Læra að leita að kröfum og leiðbeiningum í staðli

Að vinnustofunni lokinni verður opnað fyrir skráningu í YP Nordic 2025, þar sem áhugasamir geta sótt um þátttöku. Valdir þátttakendur fá ferðakostnað greiddan (flug, gisting og dagpeningar) í boði fagstaðlaráða Staðlaráðs.

Skráðu þig strax hér!

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við:

Guðmundur Valsson – gudval@stadlar.is
Haukur Logi Jóhannsson – haukur@stadlar.is
Arngrímur Blöndahl – arngrimur@stadlar.is

Við hlökkum til að sjá þig á vinnustofunni!

Menu
Top