Staðall vikunnar: ISO 8601 - Dagsetningar og tímasnið

Velkomin í nýjan lið á heimasíðu Staðlaráðs þar sem við kynnum áhugaverða staðla sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og atvinnulífinu. Markmiðið er að vekja athygli á staðli sem er kannski ekki mikið í umræðunni en hefur áhrif á daglegt líf okkar á ótal sviðum.

Staðall vikunnar er fróðleiksmoli fyrir alla – frá tækninördum til áhugafólks um betri og einfaldari lausnir í starfi og leik.

Staðall vikunnar að þessu sinni er ISO 8601 - Dagsetningar og tímasnið

Um hvað er staðallinn?

ISO 8601 skilgreinir samræmt snið fyrir dagsetningar og tíma til að koma í veg fyrir rugling. Með þessu staðalsniði skrifum við t.d. dagsetningu sem 2025-01-21 í stað 21/01/25 eða 01/21/2025, sem gætu verið óskýr eftir svæðisbundnum venjum.

Afhverju skiptir þetta máli?

Þetta tryggir að allir, hvar sem þeir eru í heiminum, skilji dagsetningar og tíma á sama hátt. Sérlega mikilvægt í alþjóðlegu samstarfi, upplýsingatækni og fjármálageiranum.

Dæmi um notkun
  • Þegar þú bókar flug á netinu
  • Þegar hugbúnaðarkerfi geymir dagsetningar til að tryggja samræmi
  • Í alþjóðlegum samningum og skjölum þar sem enginn vafi má vera á hvaða dagsetning er átt við.
Skemmtileg staðreynd

ISO 8601 er oft notað í kvikmyndum og bókum um framtíðina, þar sem það þykir tákn fyrir hátæknilegt og alþjóðlegt kerfi!

Menu
Top