Spennandi viðburðir á vegum norsku rafstaðlasamtakanna (NEK)

Norsku rafstaðlasamtökin (NEK), systursamtök Rafstaðlaráðs á Íslandi, hafa skipulagt tvo mjög áhugaverða viðburði sem ættu að vekja áhuga fagfólks í rafmagns- og orkugeiranum. Viðburðirnir eru hluti af framúrskarandi fræðslustarfi NEK og eru opnir bæði á stað- og fjarfundi.

Háspennuráðstefna – 21.-22. janúar

Þessi ráðstefna mun fjalla um nýjustu þróun og áskoranir í háspennutækni. Með dagskrá sem leggur áherslu á nýjungar og bestun háspennukerfa, ætti hún að höfða til allra sem starfa í tengslum við orkuflutningskerfi og háspennutengda vinnu. Frekari upplýsingar og skráning má finna á heimasíðu NEK.

Málstofa um rafhlöður og orkugeymslu – 12. febrúar

Málstofan mun beina sjónum að einu af mest spennandi sviðum orkuiðnaðarins, rafhlöðum og orkugeymslu. Hún mun fjalla um nýjustu þróun, reglur og stöðlun á þessu sviði sem gegnir lykilhlutverk í umbreytingu til grænnar orku. Eins og háspennuráðstefnan verður þessi málstofa aðgengileg bæði á staðnum og í gegnum fjarfundabúnað. Nánari upplýsingar á heimasíðu NEK

Tungumál og aðgengi

Viðburðirnir fara fram á norsku, sem flestir sem ráða við eitt Norðurlandamál ættu að hafa góðan ávinning af að taka þátt í. Báðir viðburðirnir tengjast verkefnum og áherslum sem eru í gangi hér á landi og því tilvalið tækifæri fyrir íslenskt fagfólk að fylgjast með.

Guðmundur Valsson, ritari Rafstaðlaráðs


Menu
Top