Staðfesting staðals um raflagnir vinnslunotanda

Búið er að staðfesta nýjan IEC staðal 60364-8-82:2022 Lágspenntar raflagnir – Virkniþættir -Raflagnir vinnslunotanda sem íslenskan staðal. Hann segir til um hvernig ganga skal frá raflögnum notenda með orkuvinnslu, hvort sem er með sólarsellu, vindorkustöð, vatnsafli eða þegar notuð er rafhlaða sem orkugeymsla. Þar getur bæði verið um að ræða að notandi vinni sjálfur orkuna eða kaupi raforku þegar hún er ódýr og selji þegar hún er á hærra verði.

Undirritaður hefur heyrt því fleygt að ekki sé á hreinu hvernig ganga skuli frá þessum raflögnum. Staðlasamtökin IEC eru hins vegar búin að stilla upp öllum hugsanlegum möguleikum og lýsa þeim í staðlinum. ÍST IEC 60364-8-82:2022 Lágspenntar raflagnir – Virkniþættir -Raflagnir vinnslunotanda er nú til þýddur á íslensku í handbókinni ÍST HB 200:2024 Lágspenntar raflagnir sem einnig er til sölu í Staðlabúðinni og allir rafverktakar ættu að eiga.

Staðallinn fjallar um tæknilegar útfærslur raflagna en ekki um þá viðskiptasamninga sem aðilar þurfa að gera við þann sem vill kaupa af þeim orkuna eða mælingu hennar. Einnig þurfa dreifiveitur að leyfa sumar útfærslur sem lýst er í staðlinum þar sem fleiri notendur taka sig saman um að reka orkuvinnslu og samnýta milli notenda.

Staðallinn tekur við af 2018 útgáfu staðalsins sem í reynd er enn í gildi uns staðallinn verður tekinn upp af evrópsku staðlasamtökunum CENELEC en er alls ekki eins nákvæmur í lýsingum á frágangi raflagnanna. Þeir fjalla þó um sama efni.

Staðallinn er nú þýddur þar sem fram eru að koma fram fyrstu vinnslunotendurnir, þ.e. notendur með eigin orkuvinnslu í sól og vindi og geymslu. Hann tekur því gildi fram að þeim tíma að staðallinn verður gerður að evrópustaðli og í framhaldi íslenskum staðli.

Guðmundur Valsson ritari Rafstaðlaráðs-


Menu
Top