Haustfundur Byggingastaðlaráðs 2024

Byggingarstaðlaráð í samstarfi við Verkfræðingafélagið boðar til haustfundar þriðjudaginn, 03. desember 2024 í húsi verkfræðinga að Engjateig 9 kl. 12:00 – 13:00.

Fundurinn er samlokufundur og eru allir velkomnir.

Egill Viðarsson fomaður Byggingarstaðlaráðs setur fundinn og segir frá helstu þáttum í starfsemi ráðsins.

Erindi á fundinum

  • HMS - FRAMTÍÐARSÝN OG HLUTVERK RB-BLAÐANNA

Fyrirlesari:

Gústaf Adolf Hermannsson sérfræðingur hjá HMS.

Um fyrirlesturinn:

Fjallað um virkni og hlutverk nýrrar vefgáttar. Þróun vefviðmóts ásamt umfjöllun um innihald, efnistök og endurskoðun eldri Rb-blaða. Í framtíðarsýn HMS er meðal annars verið leggja aukna áherslu á beina þátttöku starfandi sérfræðinga við gerð efnisins. Auk þess er nú komin opin leið á heimssíðu HMS fyrir ábendingar varðandi RB-blöðin.

Hægt er að skoða gáttina á heimasíðu HMS 

Spurningar og umræða

  • Nýir jarðgangakostir í undirbúningi

Fyrirlesari:

Freyr Pálsson sérfræðingur á hönnunardeild Vegagerðarinnar

Um fyrirlesturinn:

Freyr mun fjalla um jarðgöng með tilheyrandi vegagerð sem eru komin á undirbúningsstig og hefur fengist fjárveiting fyrir 2025. Tekin verða sérstaklega fyrir Fljótagöng, breikkun Múlaganga og göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Fjallað verður um í stuttu máli hvaða vandamál jarðgöngin munu leysa og hvaða valkostir séu til skoðunar.

Spurningar og umræður

Menu
Top