Haustfundur Rafstaðlaráðs 2024 - Sól og vindur nýjir orkugjafar

Haldinn var haustfundur Rafstaðlaráðs þann 19.11.2024 sem samlokufundur í samstarfi við Verkfræðingafélagið og á teams. Það mættu 45 í salinn og 40 voru á teams. Andri Reyr Haraldsson formaður Rafstaðlaráðs bauð þátttakendur velkomna. Guðmundur Valsson ritari Rafstaðlaráðs fór yfir starfssemi Rafstaðlaráðs. Þá hélt Bergur Haukdal – hjá Bláorku erindið Sólarorkulausnir á Íslandi um smáar og stærri sólarorkulausnir. Að því búnu hélt Steinn Ágúst Steinsson verkefnisstjóri vindorkugarðs Landsvirkjunar erindið Vindorkugarður við Vaðöldu (Búrfellslundur) þar sem hann fór yfir nýtingu vindorku. Að lokum hélt Magni Pálsson verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti erindið Flutningskerfið í nýjum heimi þar sem farið var yfir stöðu raforkukerfisins og hæfi þess og áskoranir tengdar því að taka við raforku frá umfangsmiklum vindorkuverum. Líflegar spurningar voru eftir flutning erindanna.

Glærur erindanna má sjá í tenglum í ofangreindum texta. Fundurinn var ekki tekinn upp.

Guðmundur Valsson ritari Rafstaðlaráðs


Menu
Top