JTC1 Plenary nóvember 2024 í Seúl

Staðlaráð Íslands er O aðili að sameiginlegu tækninefnd ISO og IEC JTC1 Information Technology og sótti ritari FUT fund hennar í Seúl nú í nóvember. Þar eru lagðar línurnar fyrir stöðlun í upplýsingatækni á vegum samtakanna. Í skýrslum undirnefnda og vinnuhópa á fundinum var farið yfir það sem upp úr stendur í starfseminni, helstu áskoranir, áætlanir og aðkomu neytenda að staðlagerð á vegum þeirra. En það er eilíft vandamál að tryggja fullnægjandi aðkomu neytenda að staðlagerð en það er stefnan að auka hana eftir föngum.

Á fundinum var tekin ákvörðun um stofnun nýrrar undirnefndar JTC1 SC44 Consumer protection in the field of privacy by design – Neytendavernd á sviði persónuöryggis með hönnun.

Eins áður var virkni í JTC 1/SC27 Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd mest allra undirnefnda enda er gífurlegur fjöldi sérfræðinga um allan heim sem taka þátt í störfum nefndarinnar. Í starfsseminni stóð uppúr væntanleg útgáfa á ISO/IEC 15408-1 Evaluation criteria for IT security og ISOIEC 27701 ed 2 Privacy information management systems Requirements and guidance, sem tækninefnd IST TN-UPV stóð að þýðingu á fyrir tveimur árum.

Þá er mikil starfssemi hjá JTC 1/SC7 Software and System engineering en sú nefnd gaf út staðalinn ISO/IEC 33202 Software and systems Engineering – Core Agile Practices. Þá voru gefnar út endurskoðaðar útgáfur af ISO/IEC 25002 “Software and Systems Engineering - SQUARE – Software Quality Model and Usage” og ISO/IEC/IEEE 24748-1 & 2 “Software and Systems Engineering – Lifecycle Management”. Á vegum nefndarinnar er starfshópar að skoða AI assisted Software development, Green Software og Low Code development þar sem forritun fer fram með sjálfvirkri kóðagerð. Ein af helstu áskorunum við hugbúnaðargerð er núna eins konar þróun á stórum ecosystemum hugbúnaðar sem þróast með samfelldum og frekar litlum breytingum með Agility/Devops. SC7 mun leita eftir frekara samstarfi við háskólasamfélagið. Einnig er verið að skrifa staðla fyrir smá hugbúnaðarfyrirtæki.

Talsvert var fjallað um Smart City – en vinna við þá staðlagerð er nokkuð dreifð milli ISO, IEC og JTC1 en vænta má einhvers sem við munum verða vör við úr þeim ranni á næstu árum. Ákveðið var að Ráðgjafahópur AG 20 myndi halda áfram að sjá um samstarfið.

JTC 1/SC42 Artificial Intelligence var með nokkuð áhrifaríka kynningu. Mikil framleiðsla á stöðlum Foundational ISO/IEC 42001 MSS; Data ISO/IEC 5259 Data Quality series -1, -3, -4; Trustworthiness ISO/IEC 25058 SQuaRE; ISO/IEC 8200 Controllability; ISO/IEC 24029-2 Robustness; Applications ISO/IEC 24030 Use Cases; ISO/IEC 5338 AI system life cycle; ISO/IEC 5339 Guidance for AI Applications; Computational ISO/IEC 5392 Knowledge Engineering; ISO/IEC 17903 ML Computing Devices; Functional Safety ISO/IEC 5469. Búið er að rita 32 stöðlunarsköl og eru 44 verkefni í vinnslu þar af 23 sem hófust á síðasta ári.

Þá var JTC 1/AG 2 falið að halda JTC 1 Foresight Workshop 23. Janúar 2025 kl 12-15 UTC þar sem leitað verði trenda og stefna í framtíðartækni sem hefur áhrif á störf JTC 1.

Sumar nefndirnar höfðu sértakar aðgerðir við að fá sjónarmið notenda en alls ekki allar og má vænta að kastljósinu verði áfram beint að þessu á fundum JTC 1 í von um að það eflist eftir að skipst hefur verið á upplýsingum.

Margt fleira var fjallað um en þetta taldi ég áhugaverðast fyrir okkur á Íslandi.

Guðmundur Valsson, ritari FUT


Menu
Top