Stöðlum Jóga

Staðlaráði hefur borist erindi. Erindið er beiðni um að styðja við stofnun tækninefndar sem ætlað er að vinna að stöðlun á sviði Ayurveda og Jóga. Ætlunin er að nálgast verkefnin bæði með hefðbundinni og nútímalegri nálgun. 

Flestir kannast við Jóga og hafa jafnvel stundað það um langt skeið. Hugsanlega er aðeins dýpra á þekkingu á Ayurveda sem þýðir rannsókn á lífinu (e. study of life) Ayurveda mataræði snsýst um að velja ávexti, grænmeti og heilkorn umfram kjötneyslu, sem álitið er að geti dregið úr hættu á hjartasjúkdómum. 

Verði tækninefnin stofnuð mun hún einbeita sér bæði að vörum og þjónustu s.s. gæðum og öryggi innihaldsefna í fæðubótar- og næringarvörum sem byggja á Ayurveda og öryggi og virkni tækja og búnaðar sem notaður er í jóga. Þá er ætlunin að staðla kröfur um þjónustu á sviðinu. Staðlarnir sem verða til verða síðan viðmið greinarinnar á heimsvísu. Tilgangurinn er að auka öryggi þeirra sem stunda jóga og bæta gæði við jógaiðkun.

Íslenskum jógum og þeim sem hafa þekkingu á sviðinu er velkomið að taka þátt í starfi nefndarinnar sem sérfræðingar Íslands. Meginástæða slíkrar þátttöku er þekkingaröflun, stækkun tengslanets og tækifæri til að hafa áhrif á viðmið greinarinnar. 

Áhugasamir geta haft samband við Staðlaráð Íslands á netfangið stadlar@stadlar.is eða í síma 520-7150.

Menu
Top