Í dag fór fram haustfundur Fagráðs um umhverfis- og loftslagsmál (FUM) sem var haldinn í gegnum Teams. Á fundinum var sérstök áhersla lögð á hringrásarhagkerfið og hlutverk staðla í þróun þess. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Staðlaráð Íslands, hóf fundinn með yfirliti yfir starfsemi fagráðsins og framvindu verkefna.
Fundurinn fékk góða gestafyrirlesara, þar á meðal Frey Eyjólfsson frá Sorpu og Börk Smára Kristinsson frá Pure North, sem kynntu starfsemi sinna fyrirtækja og hlutverk staðla í þeirra umhverfismarkmiðum.
Upptaka frá fundinum er aðgengileg og má nálgast hér að neðan.