Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum (FUM) boðar til haustfundar föstudaginn 1. nóvember kl. 11:00 á Teams. Á fundinum mun Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands, veita yfirlit yfir verkefni ráðsins. Einnig flytja tveir sérfræðingar erindi um hringrásarhagkerfið og staðla: Freyr Eyjólfsson frá Sorpu og Börkur Smári Kristinsson frá Pure North. Þema fundarins er hringrásarhagkerfið og hlutverk staðla við að stuðla að sjálfbærari lausnum.
Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í líflegum umræðum um mikilvæg mál á sviði umhverfis og loftslags.
Skráning fer fram í gegnum Teams-hlekkinn HÉR