FUT hélt haustfund 9. október sl. Fundurinn var haldinn í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) og var haldinn í húsnæði VFÍ. Fundinum var einnig streymt á netinu. Upptöku af fundinum má nálgast hér.
Fundarefnið er NIS2 og staðlar en á næstunni verður NIS2 tekið upp á Íslandi og þá munu fleiri aðilar þurfa að hlíta Evróputilskipuninni, ekki bara mikilvægir innviðir heldur einnig iðnaðurinn s.s. skipulagsheildir í orku, flutningum, heilsu og stafrænni þjónustu.
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir sviðstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu fór yfir helstu þætti NIS2 og innleiðingar hér á landi. Sjá glærur.
Marinó G. Njálsson fór yfir það hvernig ýmsir staðlar geta stutt skipulagsheildir við upptöku á ISO 27001 við að uppfylla kröfur NIS2 og aðrar ytri kröfur. Sjá glærur.
Það kom fram í erindi Unnar að innleiðing NIS2 mun hafa áhrif á mun stærri hóp en fyrri útgáfa af NIS2 tilskipuninni gerði, einnig er ábyrgð stjórnenda gerð skýrari. Marinó fjallaði svo um hvernig staðlar geta nýst í vinnu við að uppfylla NIS2 tilskipunina.
Á fundinum gafst ekki ráðrúm fyrir spurningar en nokkrar spurningar bárust á spjalli í vefstreymi og svaraði Unnur Kristín þeim eftir fundin og eru spurningarnar og svörin birt hér á eftir: